Að túlka spurningar

Ég held áfram að fjalla um spurningar sem formaður Deildar sjúkraliða á Norðurlandi eystra lagði fyrir gjaldkera Sjúkraliðafélagsins í tengslum við aðalfund félagsins í maí s.l. 

Ein af fyrirspurnum formanns DSNE var:Hver fær greitt fyrir kynningar í framhaldsskólunum og hve mikið ? 

Með þessari spurningu var formaður deildarinnar ásakaður um að ýja að sjálftöku launa starfsmanna, sem er kolrangt. Formaður ungliðadeildar fær greitt fyrir þessar kynningar eins og kom fram í svari gjaldkera. Að mínu mati er sjálfsagt að varaformaður sömu deildar fái greitt fyrir álíka kynningar norður í landi, því er spurningin tilkomin.  Það er athyglisvert að svar mitt sé ekki skráð í fundargerð félagsins. Starfsmaður félagsins krafðist svars við þessari tilteknu spurningu, meira að segja að ég stæði upp til að standa fyrir svörum. 

Í fundargerð kemur fram: ,,HDS taldi að verið væri að slíta spurningar hennar úr samhengi og rangtúlka það sem hún teldi vera eðlileg vinnubrögð og eftirgrennslanir stjórnarmanns.  BÓ ítrekaði þá skoðun sína að ekki væru um rangtúlkanir að ræða því spurningar HDS og bloggfærslur í kjölfarið tækju af allan vafa um að ekki fylgdi góður hugur slíkum vinnubrögðum“.  

Önnur spurning hljómar : Hvaðan var 200 þúsund króna greiðsla fyrir námskeiðskostnaði framkvæmdastjóra félagsins tekin, sbr. fundagerð framkvæmdastjórnar þar um? 

Hví ætti stjórnarmanni að koma þetta við spyr ég nú. Vegna þess að það tekur sjúkraliða a.m.k. þrjú ár að fá þessa sömu upphæð í námsstyrk,  því finnst mér það skjóta skökku við að nýráðinn starfsmaður fái svo háa upphæð. Ég vildi sem stjórnarmaður fá að vita hvaða sjóður greiddi umræddan námsstyrk. Það kom fram í svari gjaldkera að félagsgjald sjúkraliða stendur undir námsstyrk framkvæmdastjórans. Greiðslan er tekin út úr félagssjóði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband