Spurningar

Í fundargerð 67 eru spurningum formanns DSNE til gjaldkera félagsins gerð skil á annan hátt en að svara þeim. Hér má sjá hvaða umræða fór fram. Ég mun í kjölfars þessa setja spurningarnar hér á síðuna og tilgang þeirra af minni hálfu. Í fundargerðinni kemur fram að formanni félagsins finnst ekki athugavert að senda inn fyrirspurnir og að leitað sé skýringa, fylgi þeim góður hugur. Ekki er hægt að túlka orð formannsins á annan hátt en að spurningum formanns deildarinnar fylgi ekki góður hugur. Elti ekki ólar við þá fullyrðingu, en tel, að hann ætlist til að slíkt eigi við á báða bóga.

,,BÓ gerði fundarmönnum grein fyrir hversu alvarlegum augum starfsmenn litu þær aðdróttanir sem fram kæmu hjá HDS beint og óbeint í spurningum hennar til MÞÓ gjaldkera SLFÍ í skrifum á bloggsíðum og annarstaðar sem pláss væri fyrir dylgjur og undirróður“.

Hvað  spannar bókhald félagsins margar möppur, A-4 bindi af þykkri gerð? Reikningar félagsins hafa ekki borist fulltrúum fulltrúaþings (aðalfundar) á réttum tíma í nokkuð mörg ár og þótti mér áhugavert að skoða hvort hægt væri að flytja bókhald félagsins út af skrifstofunni. Ræddi við fagmann sem sagðist ekki geta gefið upp verð fyrir slíka þjónustu nema vita umfang mappa. Þess vegna kemur þessi fyrirspurn. Það kom á daginn að sá sem yfirfer reikninga félagsins gat svarað þessari spurningu og þekkti tilgang hennar.

Starfsmenn félagsins héldu því fram að hér ætti að mæla störf þeirra í umfangi mappa. Enginn leitaði skýringa, starfsmenn gáfu sér forsendur. Í einfeldni minni taldi ég að fólk sem vinnur við bókhald þekkti betur til og því gaf ég ekki ástæðu fyrir spurningu minni sem olli þessu fjarðarfoki. Þegar betur er að gáð þá gerum við mun á ófaglærðum sem starfa við aðhlynningu og sjúkraliða, sá síðarnefndi á að geta svarað sérhæfari spurningum. Sama hlýtur að gilda um önnur störf og starfssvið, sá faglærði er fróðari en sá ófaglærði. Nú er ég þetta fróðari fyrir vikið.

Eftirfarandi kemur einnig fram í fundargerðinni:

,,Margrét Tómasdóttir (MT) bókari SLFÍ, tók undir með BÓ um að ekki væri um neinar rangtúlkanir, því að í hennar tilviki vantaði bara nafn hennar og mynd til þess að ekki léki nokkur vafi á um hvern væri rætt. HDS væri að blogga eða spyrja þegar uppi væru vangaveltur um umfang bókhalds og í framhaldi af því óskir um skýringar á töfum á afhendingu reikninga. MT skýrði enn einu sinni frá hvers vegna afhending bókhaldsgagna dróst“.

Ekki þarf annað en lesa fundargerðir félagsins til að sjá nafngreiningu og ástæður þess að bókhaldi hafi seinkað og það áður en þessi ásökun kemur fram. Hér er um opinbera miðla að ræða, engin munur þar á. Vil þó benda á að fundargerðir félagsins eru trúlega víðlesnari en bloggsíður skrifara. Hef ekki séð neina athugasemd frá starfsfólki við nafngreiningu í fundargerðum félagsins. Hef bent á þetta hér: http://formannslif.blogcentral.is/blog/2009/7/3/ekki-benda-a-mig/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband