Loksins

Ingibjörg Sólrún gerir of mikið af því að lofa eða segja hvað hún ætli eða verði gert án þess að hafa til þess nægilega stuðning. Hún þarf svo annað tveggja að bakka með það sem hún sagði eða gefa yfirlýsingu um að það hafi ekki verið nægilegur fjöldi sem studdi hana.

Mér finnst ekki vera um einelti að ræða þegar fréttamenn ganga á eftir loforðum stjórnmálamanna, þeir eru kannski kosnir vegna þess að þeir ætla sér að breyta einhverju og við það á að standa. Að sjálfsögðu á að taka þau réttindi af þingmönnum að þeir geti hvoru tveggja í senn verið á eftirlaunum og þegið laun við vinnu.

Hingað til hefur það ekki verið erfiðleikum háð fyrir okkar ágætu þingmenn að fá vinnu eftir að störfum þeirra á þingi er lokið, ríkið sér í flestum tilfellum um sína. Ingibjörg Sólrún ætti ekki að vera svona yfirlýsingaglöð það kemur í bakið á henni fyrr en seinna.


mbl.is Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband