Vinutímatilskipun

Það er hryggilegt að geislafræðingar skuli sjá sig knúna til að feta í fótspor hjúkrunarfræðinga í stað þess að vera menn með meiru og miðla málum. Það er ljóst að vinnutímatilskipun ES snertir allar stéttir í landinu og verða umræddir starfsmenn einnig að lúta því. Hvort aðferðafræðin hafi verið rétt eða röng í málinu skal ósagt látið, maður fær nú aldrei að heyra alla söguna.

Trukkar og uppsagnir, hér er engin munur á baráttumálum...bara aðferðum!


mbl.is Geislafræðingar hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Á fólk að láta valta yfir sig endalaust??

Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Jónas Ýmir Jónasson

Feta í fótspor? Fyrirgefðu en það voru Geislafræðingar sem mótmætlu fyrst þessu vaktakerfi og þetta er merki um stórkostlega samstöðu að allir ætla að hætta.  Myndir þú sætta þig við þetta? 

Segjum sem svo að þú sért að vinna 9-5 alla virka daga og yfirmaður þinn kemur og segir við þig að frá og með næsta mánuði breytum við vinnutímanum í 9-21 en þú færð sömu laun fyrir.  Engin myndi sætta sig við það og geislafræðingar eiga ekki að láta valta yfir sig svona.  Þess má líka geta að Geislafræðingar hafa reynt að komast við móts við stjórnendur LSH með smávægilegum breytingum á tilvonandi vaktakerfi en stjórnendur LSH vildu ekki einu sinn ræða það.

 Hvað ætlar heilbrigðisráðherra að gera?

Jónas Ýmir Jónasson, 30.4.2008 kl. 11:05

3 identicon

Sæll Jónas og Hólmdís, takk fyrir innleggið.

Sem betur fer gengur þetta ekki svona fyrir sig Jónas. Vaktakerfi er sagt upp með ákveðnum fyrirvara og það er gert í þessu máli. Nú síðan eru vaktir heilbrigðisstarfsmanna frá 8-16, morgunvakt og síðan kvöld- og næturvakt.  Vaktálag greiðist svo á þeim vöktum sem falla undir hefðbundin dagvinnutíma.

Hér er ekki spurning um hvort við sættum okkur við, vinnutímatilskipun ES segir til um ákveðinni hvíldartíma sem við þurfum öll að gangast undir. Ef slíkt er ekki gert safnast upp frítökuréttur sem kostar sitt og því skiljanlegt að  stofnun vilji komast hjá slíku, en á það að vera undantekning en ekki regla að frítökurétturinn safnist upp.

Ekki er ég hlynnt því að einstaklingur láti troða sér um tær Hóldís, en ég vil að þeir virði það sem segir í lögum og kjarasamningi og það stendur skýrt um vinnutímatilskipunina.

Vissulega er erfitt að setja sig inn í málin þegar tveir deilda og jafnmargar útgáfur af því sem fram fer. Enstaðan er þessi og þá verður að vinna sem best úr henni fyrir viðeigandi aðila.

Með kveðju, Helga Dögg

Helga Dögg (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:13

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Kæra Helga Dögg!

Það er í hverju máli afar mikilvægt að kynna sér raunveruleikann sem hvert mál snýst um, áður en farið er út á ritvöllinn með ásakanir á hendur öðrum aðilanum.

Ég tók þátt í þeirri vinnu að aðlaga vinnutímatilskipun ESB að íslenskum stéttarfélögum.  Ég hef einnig fylgst afar náið með framgangi samskipta stjórnar LSH við fagfólkið sem sinnir sjúklinmgunum.

Þær deilur sem eru að valda uppsögnum allra þessara aðila nú, hafa í raun EKKERT með vinnutímatilskipun ESB að gera. Það eru mörg ár síðan vaktakerfi á LSH var breytt til að koma til móts við vinnutímatilskipunina, enda tók hún gildi á Íslandi fyrir rúmum áratug. Þeir einu sem enn eru utan þeirrar tilskipunar eru unglæknar, en þeirra mál eru væntanlega að komast í höfn gegnum dómsstólaleiðina. Einu deilurnar sem enn eru uppi rekstraraðilum heilbrigðisgeirans varðandi ESB tilskipunina snúa að  tilfærslu hvíldartíma og heimilda til fráviks til lengir vinnutíma en 13 klst., en slík heimild er í ESB reglunum tengd hættuástandi eða yfirvofandi Vá.

Stundum getur verið betra að segja ekkert en þurfa að biðjast afsökunar á því sem sagt var.  

Guðbjörn Jónsson, 30.4.2008 kl. 12:17

5 identicon

Sæll Guðbjörn og takk fyrir þitt innlegg. Fínt að fá inn ólík sjónarhorn á málið.

Sjálf er ég heilbrigðisstarfsmaður og þekki ágætlega reglur sem verið er að fjalla um og hef sjálf öðlast frítökurétt vegna lítillar hvíldar. Útkall getur myndar rétt til frítökuréttar.

Bakvakt í húsi á yfirvinnukaupi, útkall eftir venjubundinn vinnutíma, vaktaálagsgreiðslu á meðan bakvakt stendur o.fl. í þeim dúr, allt eru þetta málefni sem verið er að fjalla um.Vissulega er betra að vera á bakvakt á launum og fá svo yfirvinnukaup þegar útkall er, en að vera á vakt í húsinu og fá sama vaktaálag t.d. um helgi, en frí í miðri viku staðinn.

Ítreka það að aðferðafræðin í málinu er gagnrýnisverð. 

Með kveðju, Helga Dögg

Helga Dögg (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 12:45

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég tek undir með Guðbirni, þessi deila hafði ekkert með vinnutímatilskipun ESB að gera. Svo þykir betra að vita eitthvað um málið áður en maður fer að ásaka. Það vill enginn vinna meira fyrir lægra kaup, sérstaklega þegar kaupið er ekki hátt.

Hvað er bakvakt í húsi á yfirvinnukaupi? Ertu að tala um bundna vakt? Það er grundvallarmunur á bakvakt og bundinni vakt - bara til upplýsingar fyrir þig. 

Sigrún Óskars, 1.5.2008 kl. 11:26

7 identicon

Sæl Sigrún og takk fyrir innleggið.

Það vantaði eina kommu þarna á milli sem gerir gæfumuninn á setningunni.

Bakvakt, í húsi á yfirvinnu... svona getur lítið atriði haft stór áhrif.

Vissulega má deilda um á hvern hátt unnið er fyrir launum sínum.

Aðferðafræði og síðan aðferð í samningaferli er alltaf umdeildaleg og sitt sýnist hverjum.

Með kveðju, Helga Dögg

Helga Dögg (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband