Öðrum til eftirbreytni

Hér er um þarft framtak að ræða og reikna ég með að skoðun hafi farið fram með samþykki einstaklinga, engin hefur troðið sér inná heimilin.

Með athugun af þessu tagi má grípa inn í ástand sem annars hefði þróast til verri vegar. Einsemd er trúlega það sem margir aldraðir glíma við og þökk sé óeigingjörnu starfi heimsóknarvina Rauða krossins sem sinna mörgum í þeirri stöðu. Margir aldraðir þekkja kannski ekki helstu slysavalda heimilisins og því er utanaðkomandi fræðsla af hinu góða. Lausar mottur er einn skæðasti slysavaldurinn og margir aldraðir hafa einmitt slíkt á parketlögðu gólfi. Gott framtak hjá yfirvöldum Kópavogsbæjar.


mbl.is Um 900 heimili metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband