Ekki hægt að brosa

Ef ætlun spaugstofumanna hafi verið sú að gera grín að fjölmiðlamönnum í gegnum veikindi þá brást þeim bogalistin að mínu mati. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort húmoristar hefðu gert grín ef einstaklingur væri búin að vera í krabbameinsmeðferð og meinið gæti tekið sig upp að nýju og því óljóst hvort hann gæti sinnt starfi sínu. Mér finnst vegið að fólki sem er svo ólánsamt að hafa átt við geðsjúkdóm að stríða eða á við hann að stríða. Hefði þjóðinni verið skemmt að sjá ,,sjúkling í rúmi með lyf í æð, veiklulegan og sköllóttan vegna lyfjameðferðar", spyr sá sem ekki veit. Já það má velta þessu upp á marga vegu en ég eins og margir sáu ekki á hvern hátt fjölmiðlafárið skein í gegnum þetta ,,grín".
mbl.is Spaugstofan sér ekki eftir neinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband