Felix Bergsson barnastjarna hló

þegar hann reyndi að fullyrða að samfélagsmiðlar hafi ekki áhrif á unglinga sem segjast allt í einu vera trans, tvíkynja eða kynlaus á unglingsárunum. Hef áður skrifað um afstöðu hans. Barnastjarnan ætti að horfa á þessa mynd ,,The War On Children". Fræðandi og upplýsandi í alla staði. 

Þyngra en tárum taki að þungavigtarmenn í barnamenningu skuli láta svona út úr sér, eins og Felix gerði, í þeim tilgangi að verja trans Samtökin 78 og huglægt bakslag þeirra í baráttu fyrir réttindum trans fólks. Allir í þeim samtökum hafa sama rétt og aðrir þegnar, allt annað er fleipur.

Barnastjarnan Felix Bergsson hefur alla möguleika á að kynna sér áhrif samfélagsmiðla á börn en lætur vera að gera það og hvað þá ræða um áhrifin. Smitáhrifin eru til staðar. Þau eru í flestu tilfellum slæm.

Við þekkjum lokaða hópa á samfélagsmiðlum um átröskun þar sem veikir einstaklingar safnast saman til að ræða málin og ýta undir hegðun hvors annars.

Við þekkjum hópa sem hvetja aðra til að framkvæma vafasaman gjörning sem hefur haft slæmar afleiðingar.

Við þekkjum hópa sem skipuleggja ofbeldi og láta af því verða.

Við þekkjum trans-hópa sem mæra brjóstnám og leiðbeina um hvernig á að koma fram við foreldra séu þau ,,leiðinleg." Eflaust væri hægt að tína til fleiri hópa en læt staðar munið hér.

Nei það er ekki dásemdin ein sem fer fram á samfélagsmiðlunum og börn sækja í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband