Styðja kennarar hryðjuverk Hamas í Ísrael

í gegnum ályktun Kennarasambands Íslands og annarra launþegahreyfinga? Segja má að stéttarfélög og regnhlífasamtök séu komin LANGT úr fyrir verksvið sitt þegar þeir senda svona ályktun í nafni félagsmanna um pólitískt málefni. Innan samtaka eins og KÍ eiga allar skoðanir að rúmast, trúarbrögð og ólík afstaða til pólitískra málefna.

Engin ályktun kom þegar hryðjuverkasamtökin HAMAS réðist á Ísrael og myrti þar með köldu blóði, konur, karla og börn, 1400 manns. ENGIN! Hverju sætir það. Get ekki túlkað það öðruvísi en að KÍ samþykki það blóðbað sem má lesa um hér. Engin álykt kemur vegna árása Húta á skip í Rauða hafinu. Engin ályktun kom þegar Hútar stráfelldu fólk í Jemen vegna stjórnmálalegra átaka, o.s.frv. KÍ velur sér gæluverkefni.

Bloggari frábiður sér, sem félagi í Félagi grunnskólakennara og þar með KÍ, svona ályktanir og málflutning. Haldið ykkur við það sem þið eigið að gera. Hef heyrt í mörgum kennurum sem eru sama sinnis, stéttarfélag á ekki að ganga erinda aðgerðasinna eða stjórnmálamanna.

Þeir Palestínumenn sem héngu á Austurvelli sýndu það og sönnuðu að þeir hyggjast ekki breyta sér, gyðingar réttdræpir og það styðja kennarasamtökin. Hatrið í garð gyðinga fer ekki fram hjá neinum. Kennarasamband íslands hefur stillt sér upp með þeim málflutning, annað er ekki hægt að lesa út úr ályktuninni sem sambandið lét frá sér fara.

Víða um heim sæta gyðingar ofsóknum vegna stríðsins, múslímar og Palestínumenn eru þar að verki. Hér er dæmi, tekið út þessu bloggi: ,, Mótmælendur voru með palestínska fána og slagorð. Þeir voru á svæði þar sem aðallega Gyðingar búa. Í stað þess að færa mótmælin á annan stað gerði lögreglan hið gagnstæða og gaf út yfirlýsingu ,,Með tilliti við almanna reglu verður Avenue Road Bridge lokuð. Aðgangur að svæðinu verður opinn í gegnum Highway 401. Lögreglan er á staðnum til að hindra aðgang og tryggja öryggi mótmælenda og umferðarinnar.”

Ekki nóg með það: vingjarnleg framkoma lögreglunnar sýndi að það eru engin takmörk á góðmennsku lögreglunnar sem sótti kaffi fyrir mótmælendur, sem stuðlaði að enn meiri ótta og óöryggi gyðinga í hverfinu. Augljóst er á staðsetning mótmælanna er ógn við gyðinga. Tímasetningin er líka ógn sem er laugardagur og hátíð gyðinga fór ekki fram hjá neinum. Múslímskt spakmæli segir að eftir laugardaginn komi sunnudagur sem vísar í eyðingu Gyðinga fyrst og síðan kristinna.“

Hafi formaður KÍ, Magnús Þór Jónsson áhuga á pólitískri þátttöku á hann að vera annars staðar en í formannstól KÍ. Sama með hina formennina sem sitja í stjórn KÍ og lögðu blessun sína yfir þessa pólitísku afgreiðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband