Hinsegin- er félagsmótun

segir Ólöf formaður hinsegin samfélagsins við fréttamann Mannlífs. Ekki það mörg okkar vissu það nú þegar en á okkur hefur ekki verið hlustað. Kynin eru tvö, hitt er í kollinum á fólki. Á hugsanir og líðan fólks er hægt að hafa áhrif. 

Félagsmótun getur átt sér stað með margvíslegum hætti. Þekkt er að börn Sjálfstæðismanna verða sjálfstæðismenn, börn Framsóknarmanna verða framsóknarmenn...o.s.frv. Ef pabbi eða mamma spila með Fram gerir barnið það gjarnan líka. Sama með önnur íþróttafélög og greinar. Reyki vinahópurinn er líklegt að barn prófi eða byrji að reykja. Sama með drykkjuna og eiturlyfin. Það sem fyrir barni er haft hefur áhrif. 

Þegar um félagsmótun hinsegin barna er að ræða þá er víða reynt að hafa áhrifa á þau. þetta eru oft börn sem eiga í geðrænum vanda, samt ekki öll. Viðkvæm. Samfélagsmiðlarnir er allra versti vettvangurinn. Þar dynja á börnin alls konar skilboð um hve ,,kúl" það er að vera hinsegin og fleira í þeim dúr. Oftar en ekki eru þetta útlendingar. Enginn veit bakgrunn þeirra. Gefa á foreldrum fingurinn ef þau hlusta ekki á börnin. Jafnvel kæra foreldrana til að ná vilja sínum fram. 

Samtökin 78 boðuðu það á foreldrafundi fyrir nokkru að Farsældarlögin yrðu notuð gegn foreldrum ef barnið teldi sig ekki fá stuðning eða t.d. kennari teldi slíkt. Slæm þróun.

 

Skólinn hefur áhrif með því að flagga fána sem segir til um kynvitund barna, margir kennarar flagga sömuleiðis fánanaum inni í kennslustofu. Allt í nafni fjölbreytileikans. Öðrum fánum er ekki flaggað þó þeir ættu vissulega rétt á sér í nafni félagsmótunar. 

Fjölmiðlar kyrja dásemdarsöng hinsegin samfélagsins eins og það sé hið eina rétta. Enn sem komið er hefur ekkert heyrst um hinar hliðarnar. Skelfinguna sem börn hafa gengið í gegnum í tengslum við hinseginleikann. Skemmdarverk á heilbrigðum líkama. Dómur Landsréttar í Danaveldi transkonu í óhag vegna öryggi hinna kvennanna í fangelsi o.s.frv. Dómur Mannréttindadómstólsins transfólki í óhag. Réttindi kvenna t.d. til einkarýma. EKKI ORÐ. Fjölmiðlar bregðast skyldu sinni. 

Kirkjan tók upp þann ósið að skemma gangstéttir framan við kirkjur landsins. Margar kirkjur flagga líka í nafni kynvitundar barna. Klerkurinn Sindri Geir fetaði fótspor margra í þessum hópi, með rökleysu. Klerkurinn segir fólk hatursfullt og guð þeirra sé lítill. Allt vegna umræðu um mismunun á börnum eftir því hvort þau skilgreindu sig hinsegin eður ei. Félagsmótun. Af hverju liggur klerki svona á að skilgreina börn eftir kynvitund þeirra, mér er spurn. Hefur sálarlíf barnanna verið kannað, hvort eitthvað annað hrjái þau? Hefur klerkur lagt sig fram um að kanna það eða? Hann er sjálfur tvíkynhneigður og hefur auglýst það. Langt í frá að vera hlutlaus. 

Finnski prófessorinn sagði, látið börn vera, hættið að ýta þeim út í transveröldina. Þau munu sjálf finna þetta þegar sá tími kemur. Veitum þeim góða sálfræðimeðferð. Fullorðið fólk á ekki að ýta á börnin, eins og klerkurinn gerir með sérbúnu námskeiði.

Fjögur af hverjum fimm börnum finna sitt rétt kyn aftur, segir finnski prófessorinn, þegar þau hafa prófað. Leyfum þeim það án aðkomu fullorðinna. Hjálpum þeim með góðri sálfræðiaðstoð. Ekki til að snúa þeim, heldur aðstoða í gegnum þennan tíma. Mörg hver eru samkynhneigð.

Námsbækur Menntamálastofnunarinnar halda fram þeim ósannindum að kynin séu fleiri en tvö og að við getum okkur til um kyn barns við fæðingu. Óviðunandi. Spurning hvenær þetta verður fjarlægt sem námsefni fyrir börn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband