Leiðbeinandi samtal Akureyarbæjar við starfsmann

Eins og margir vita var ég kölluð á fund með skóla- og mannauðsstjóra bæjarins. Ekki til að taka á móti afsökunarbeiðni frá bænum, nei ræða átti greinina ógurlegu í leiðbeinandi samtali.

Nokkrum einstaklingum féll ekki skoðun mín á námsefni um kynfræðslu í leik- og grunnskólum landsins og gagnrýni minni á aðkomu Samtaka 78 að kynfræðslunni í skólakerfinu eins og hún er í dag.

Eins fer fyrir brjóstið á mörgum þegar ég segi kynin tvö.

Kennarar eiga eftir því sem ég kem næst að vera skoðanalausir, hvað þá tjá þær.

Ég talaði við vitiborna konu áður en til fundarins kom, Evu Hauksdóttur lögmann. Hún sagði skýrt að ég færi ekki á svona fund án lögmanns. Nefndi mér tvö kennaramál sem enduðu illa því menn gættu sín ekki. Kannski ætti kennarastéttin að hafa þetta hugfast þegar vinnuveitandi og stjórnendur bjóða upp í  dans.

Ég er á því, eftir fjaðrafokið, að lesskilning margra þurfi að bæta. Líka kennara. Ekki bara eftir mína grein heldur grein Evu Hauksdóttur líka. Umræða um greinarnar á samfélagsmiðlum sýnir það glögglega.

Mér varð ljóst að þjónustu lögfræðinga KÍ gæti ég ekki notað á fund með vinnuveitanda. KÍ (eða formaðurinn) gerði sig sekt, að mínu mati, um misnotkun á valdi sínu með yfirlýsingu gegn skoðunum mínum. Vissi ekki að KÍ hefði skoðanalöggu í ákveðnum málefnum gegn einstaka kennara innan sambandsins. Hvernig er hægt að treysta lögfræðingum KÍ sem vinna undir stjórn formanns sem sendir út yfirlýsingu í nafni KÍ um skoðanir mínar. Ég get það ekki.

Eva Hauksdóttir mætti með mér í leiðbeinandi samtalið. Eva kom því skýrt á framfæri að um forsendulaust samtal væri að ræða. Þar af leiðandi þurfti ég ekki að tjá mig um greinina sem fjallar um námsefni í kynfræðslu í skólum landsins og að kynin séu tvö, eða gera grein fyrir af hverju ég skrifaði greinina. Því þagði ég að mestu. Eva sá um málflutninginn.

Hvað um það, út á hvað gengur leiðbeinandi samtal hjá Akureyrarbæ. Margir hafa velt því fyrir sér. Á vefsíðu bæjarins segir:

,,Leiðbeinandi samtal er að öllu jöfnu milli starfsmanns og næsta yfirmanns. Boðað er til samtalsins í þeim tilgangi að leiðbeina starfsmanni um starfshætti og vinnubrögð sem hefur þurft, eða þarf, að veita leiðsögn um og gera athugasemdir við. Markmið samtalsins er að yfirfara þá þætti sem þarfnast úrbóta, yfirfara úrbótaáætlun og setja fram áætlun um eftirfylgni."

Í greinargerð lögmannsins kom skýrt fram af hverju leiðbeinandi samtalið var forsendulaust og óþarft.

,,Tilmæli skólastjórnenda um að Helga Dögg tjái ekki þau viðhorf sem hún skrifar um í greininni í kennslustund eru með öllu tilhæfulaus. Umbjóðandi minn hefur aldrei rætt kynvitund, kynferði eða nokkuð því tengt við nemendur enda er það ekki hlutverk hennar. Enn síður hafa skólastjórnendur nokkra ástæðu til að vara umbjóðanda minn við því að gera lítið úr börnum sem kljást við kynáttunarvanda. Það hefur hún aldrei gert, né hefur hún gefið yfirmönnum sínum minnsta tilefni til að óttast slíkt.“

Við kennara og aðrar stéttir vil ég segja, mætið aldrei án lögmanns í svona leiðbeinandi samtal. Getur haft skelfilegar afleiðingar. Trúnaðarmaður er ekki nóg (sérstaklega ef hann styður málflutning yfirmanns). Hefði ekki dugað í mínu tilfelli. Stéttarfélögin hafa lögfræðinga á sínum snærum. Hægt að nota fjarfund ef lögfræðingur er ekki í sama bæjarfélagi.

Beri á því að yfirmenn kalli starfsmann ítrekað til fundar við sig vegna skoðana hans ber það keim af einelti og bið ég launþega að vera vakandi yfir þeirri staðreynd. Einelti er ofbeldisverknaður sem á að kæra. Einelti á vinnustað á ekki að líðast, getur haft afdrifarík áhrif á þann sem verður fyrir því.

Ég er reynslunni ríkari, neita því ekki. Hef aldrei þurft á lögmanni að halda, svo það eitt bætir í reynslubankann. Fagna fjölbreytileika reynslunnar.

Ég þakka stuðninginn og kveðjurnar sem ég hef fengið í tengslum við málið. Ómetanlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þú stendur þig frábærlega. Ég, fjöldskylda og margir vinir erum

algjörlega sammála þér.

Þetta er fyrir löngu komið út fyrir allt velsæmi.

Styðjum þig 100%

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.5.2023 kl. 12:34

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Helga Dögg Sverrisdóttir.

Það virðist fara fyrir brjóstið á mörgum þegar þú segir að kynin séu tvö. Þú átt þér örugglega bjargfasta trú á Guð og á almenna skynsemi. Þetta gefur þér þá djörfung sem þú hefur.

Þér voruð eitt sinn dauðir vegna afbrota yðar og synda, sem þér lifðuð í samkvæmt aldarhætti þessa heims, að vilja Valdhafans í loftinu, anda þess, sem nú starfar í þeim, sem ekki trúa.

Vér lifðum fyrrum allir eins og þeir í mannlegum girndum vorum. Þá lutum vér vilja holdsins og hugsana vorra og vorum að eðli til reiðinnar börn alveg eins og hinir. (Ef. 2:1-3).

Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.

Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau:

Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni. (1. Mós. 1:27-28).

Hér er auðvitað innifalið að maðurinn getur blásið út eins miklum koltvísýringi og hann vill, að skaðlausu.

Það er hins vegar gróf synd gegn Guði, skapara mannsins, að kalla karlmann konu, eða öfugt.

Vitið þér eigi, að þér eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í yður? Ef nokkur eyðir musteri Guðs, mun Guð eyða honum, því að musteri Guðs er heilagt, og þér eruð það musteri. (1. Kór. 3:16-17).

Þótt Tíðarandinn í samfélaginu samþykki að við afskræmum, eða jafnvel eyðum okkar eigin líkama og annarra, þá fer sá andi Djöfulsins beint gegn sköpunarverki Guðs og Heilögum anda hans.

Biblían varar menn við, sem eru að íhuga að fá sér húðflúr á líkamann, hvað þá ef þeir fara í kynskiptaaðgerðir.

Og þér skuluð eigi skera skurði í hold yðar fyrir sakir dauðs manns, né heldur gjöra hörundsflúr á yður. Ég er Jehóva. (3. Mós. 19:28).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 6.5.2023 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband