Óvæntar áskoranir í kennarastarfinu

er heiti greinar sem ég las eitt sinn. Datt hún í hug á dögunum. Hér má finna hana og lesa, ásamt fullt af öðrum góðum greinum. 

Vissulega varð mér hugsað til óvæntra áskorana í skólastarfi eftir öldurót síðustu vikna. Ástæða öldurótsins var greinin mín ógurlega. Menn móðguðust. Tjáningarfrelsi er tryggt með lögum svo fremi maður fari ekki með ærumeiðingar eða hvetji til ólöglegra aðgerða. Lögmaður minn gerði viðeigandi aðilum það skýrt.

Trans-hugmyndafræðin er áskorun í skólakerfinu. Það aðhyllast ekki allir hugmyndunum sem hugmyndafræðin boðar. Við skulum ekki gleyma, engar staðreyndir eru fyrir öðru en að kynin séu tvö. Börnum er ekki úthlutað kyn við fæðingu, annað tveggja er barn með typpi eða píku. Stelpa eða strákur.

Áskorun í skólakerfinu er hvort kennari boði trans-hugmyndafræðina eða heldur sig við staðreyndir lífsins, eða hvað Samtökin 78 fræða skólabörn um í boði sveitarfélaga.

Hvað gerist fyrir þá kennara sem halda sig við staðreyndir. Illa séðir innan skólakerfisins? Hinir virðast hafa skotleyfi á nemendur allt niður á leikskólastig.

Hvað gerist fyrir kennara sem segja skoðun sína á hugmyndafræði trans-heimsins. Segja skoðanir sínar á námsefni sem stangast á við heilbrigða skynsemi. Persónulega finnst mér fólk ljúga að börnum þegar þeim er sagt að kynin séu fleiri en tvö. Getur ekki staðist, XX og XY litningar stjórna kyni. Á mér marga skoðanabræður.

Eru þeir kallaðir til samtals við yfirmenn sem boða þvæluna að foreldrar og heilbrigðisstarfsmenn geti sér til um kyn barns við fæðingu? Eða að kynin séu fleiri en tvö? Eða að börn í upphafi skólagöngu sinnar eigi eftir að ákveða kyn sitt? Þeir uppfræðarar leika lausum hala.

Hægt að velta mörgum steinum við.

 

Áskoranir og álitamál í skólastarfi eru mörg og má nefna:

Læsisstefnur

Staða drengja í skólakerfinu

Hinsegin fræðsla

Notkun síma í skólanum

Greiningar barna og ofgreiningar

Lyfjanotkun skólabarna, ADHD- svefn- kvíðalyf svo fátt eitt sé nefnt.

Forræðishyggja grunnskólakennara og stjórnenda

Sérkennsla

Farsældarlögin

Kristinfræði

Svínakjöt vegna strangtrúaðra múslima


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband