Börn æfingapúðar mæðra!

Því miður eru börn notuð sem æfingapúðar fyrir mæður sem eiga í vanda, s.s. áfengi, fíkniefni, sálrænum. Barnaverndarstarfsmönnum þykir erfitt að taka börn af mæðrum, þær fara svo illa á því, fer illa með þær o.s.frv.

Ef hlustað er á lögreglu eða sérfræðinga varðandi konur í fangelsi er alltaf sagt að þær eigi svo erfitt með að vera fjarri börnum sínum. Hafið þið séð álíka umfjöllun um feður sem lenda í fangelsi. Miðað við jafnréttið sem við lifum við í dag er merkilegt að við höfum ekki náð lengra.

Greinin á Vísi er átkanaleg. Stúlkan á heiður skilið að berjast fyrir þeim börnum sem á eftir kona.

Önnur grein sem tengist málin, Lokuð á heimilinu með geðveikri móður.

Bæjarfélög eru of smá í sniðum. Breyta á því. Ekkert sveitarfélag á að vera fámennara en 25.000 manns. Feðginin benda á ,,Einar segir ótækt að barnaverndarnefndir starfi í svo litlu bæjarfélagi þar sem allir þekki alla. Fyrirsjáanlegt sé að slíkt bitni á börnum. Í barnaverndarlögum segir að í umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu skulu vera í það minnsta sex þúsund íbúar. Einar segir þó að lögin virki ekki sem skyldi.Lögin virki þó ekki sem skyldi."

Stjórnmálin sáu um sína, allir þurftu embætti eftir kosningu í sveitarstjórnarmálunum, sumir fengu titil í barnavernd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband