Daníel transframkvæmdastjóri segir í aðsendri grein

að hormónablokkandi lyf hafi aukaverkanir eins og önnur lyf. Rétt eins og þetta sé að taka hóstamixtúru. Fæ vægt áfall þegar hann talar í þessum dúr. VIÐ ERUM AÐ TALA UM BÖRN. Lyfin gera þau ófrjó, heilastarfsemi minnkar og beinþynning er fátt eitt sem má nefna sem aukaverkun. Mér finnst það ekki léttvægar aukaverkanir. Sé staðhæfing Daníel transframkvæmdastjóra rétt að hér á landi fari ekkert barn í gegnum svona lyfjameðferð nema að vel athuguðu máli (vonandi mjög marga sálfræðitíma) og með samþykki foreldra er það gott. Þannig er það ekki alls staðar og því ber að mótmæla.

Engar rannsóknir eru í gangi á áhrifum hormónablokkandi lyfja á börn (hér má sjá um málið).

Daníel transframkvæmdastjóri, eins og margir aðrir, halda fram að börn sem telja sig trans séu í verulegri sjálfsmorðshættu. Hefur það sýnst sig undanfarin 20 ára, eru svo mörg sjálfsvíg barna undir 18 ára? Í myndabandinu kemur fram að tilgáta um sjálfsmorð transbarna er röng, byggð á að barn tekur eigið líf ef þú gerir ekki eins og barnið vill. Hættulegur fréttaflutningur. Líka hjá Daníel transframkvæmdastjóra. Kemur fram að um 0.3% falla fyrir eigin hendi. Hryllingur, alveg sama hver tekur eigið líf. Vil minna á í þessu samhengi að transhópurinn er innan ca 0,5% af hverri þjóð, hjá einstaka þjóð aðeins hærri.

Rifja þetta upp, Læknar eru varkárari í hormónalyfjagjöfum. ,,Það er sérstaklega alvarlegt, þetta er mjög sérhæfð lyfjameðferð. Kynhormónar breytir líkamanum varanlega, það vil segja, að ekki er hægt að bakka til þess sem maður var". Þarf ekki mikið af lyfjum til þess." Sjá þessa grein.

Hér er ekki verið að tala um smá aukaverkanir eins og Daníel transframkvæmdastjóri vill láta í veðri vaka. Margir læknar vara við lyfjagjöfunum en Daníel okkar transframkvæmdastjóri lætur það líta út eins og drekka vatn. Varanlegar skemmdir á líkamanum sem hægt er forðast með því að leyfa barni að vera eins og það er. Ekki setja það á translestina.

Á blogginu mínu má finna margar tilvitnanir í það sem ég hef skrifað um. Verndum transbörnin, hendum þeim ekki upp á translestina. Leyfum þeim að vera eins og þau vilja án þess að byrla þeim eitur. Notum sálfræðinga til að hjálpa börnunum að vera eins og þau vilja. Daníel transframkvæmdastjóri segir megnið að því lygi sem fellur ekki að hans skoðun...en leyfum fræðingum að tala og skrifa. Okkar að afla upplýsinga, láta ekki Daníel transframkvæmdastjóra segja hverju á að trúa og hverju ekki.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband