Fylgir eigin hjarta og hugsun, því ber að útskúfa hana!

Hlustaði á Ivu Marín segja frá málinu sínu sem hefur skekið samfélagið. Iva sagði í lok framsögu sinnar „Ég ætla að hegða mér illa“ sagði hún að lokum, „ég ætla að standa með mínum eigin skoðunum og ég ætla ekki að afneita eigin raunveruleika“.
 
Tek innilega undir orð Ivu og Rowling, karlar geta ekki farið á blæðingar. Kynin eru tvö og engin hugmyndafræði breytir því.
 
Kemur fram í umræðum að fólk eins og Iva lendir í útskúfun því það fylgir ekki hugmyndafræði transfólks. 
 
Menn velta fyrir sér hvort stjórnvöld (Ferðamálstofa) hafi ekki framið gróft mannréttindabrot. Hún er tilbúin að verja réttindi sín, styð hana alla leið. Frá 23 mínútu má hlusta á Ivu Marín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ekki mannréttindi að vera leikari í auglýsingu. Sé einhver ráðinn til að leika í auglýsingu ber auglýsenda engin skylda til að nota það efni í auglýsinguna. Iva fékk borgað fyrir sinn lestur og Ferðamálastofa ákvað að nota hana ekki í auglýsinguna. Ekki var brotið á Ivu á nokkurn hátt. Og það var hún sjálf sem setti samskipti sín, grunsemdir og skoðanir í fjölmiðla. Valdi þetta mál henni einhverju tjóni þá er það bara vegna þess að hún kaus að gera það opinbert. Ferðamálastofa olli henni engum skaða og braut hvorki lög né mannréttindi.

Ps. Ef kynin eru tvö mætti eins segja kynin eru þrjú - karlkyn sem skaffar sæðisfrumur, kvenkyn sem skaffar eggið og hvorugkyn sem hvorki skaffar sæði né egg og getur ekki búið til börn. Og það furðulega með náttúruna er hvernig hlutirnir breytast og konur um miðjan aldur breytast úr kvenkyni í hvorugkyn, og engin hugmyndafræði breytir því. Þú ert þá til dæmis hvorki karl né kona og engin hugmyndafræði breytir því. Þú gagnast náttúrunni og eðli lífsins hvorki sem karl né kona og getur því hvorugt talist, engin hugmyndafræði breytir því. Er það ekki þannig sem þú vilt hafa hlutina, náttúruleg starfsemi líffæra ráði kyni en hvað þú teljir þig vera og finnst þú vera skiptir engu máli?  Það sem þú segir um trans er mjög svipað að öllu leiti og því sem sagt var fyrir nokkrum áratugum um samkynhneigð, og sumir segja enn. Í dag sjá flestir að þar voru á ferð fordómar sem byggðu á fáfræði og ranghugmyndum. Margir sjá nú þegar það sama í þínum skrifum og eftir því sem þekking eykst fjölgar þeim. 

Vagn (IP-tala skráð) 17.2.2023 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband