Kynnir Andrés Ingi sér yfirhöfuð

málin sem hann talar um í ræðustól þingsins. Á mig virkar það ekki svo. Hann getur bullað og þvælt um málefni. Hér fær hann skömm í hattinn vegna málsins í Þorlákshöfn, lesið. ,,Þá sér í lagi vegna þess að téður þingmaður hefur ekki gert mikla tilraun til að kynna sér málin áður en hann ruddist upp í pontu og jós úr sér fullyrðingum sem eiga sér engar stoðir í raunheimum."

Greinarhöfundur segir í lokin ,,Í það minnsta fer ég fram á að okkar annars frábæru þingmenn, vandi sig þegar þeir stíga í pontu Alþingis okkar Íslendinga." Vil benda Daníel nokkrum framkvæmdastjóra hinsegin samtakanna 78 að taka þessi orð til sín líka. Hefði tekið fræbæru úr setningunni, en þetta er bein tilvitnun og því verður orðið að standa. Mér þykir Andrés Ingi ekki frábær þingmaður og hvað þá varaþingmaður Svandísar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Helga.

Ástæðu athugasemdar minnar að þessu sinni er mögulega frekar beint að ritstjórn mbl.is sem hefur smám saman á undanförnum árum dregið úr vægi bloggs blaðsins, þ.e.a.s smækkað það og skipt í einskonar efri og neðri deild.

Við eigum það sameiginlegt að vera ætíð sett beint í þá óæðri, sem er mögulega skiljanlegt hvað þessar 2-3 mánaðarlegu nöldurfærslur frá mér varðar, en allt öðru máli gegnir um tíðar hvassar og hugrakkar færslur þínar um einmitt þau málefni sem fáir eða engir dirfast að impra á, sem hlýtur því miður að vera höfuðástæða þess að miðillinn lætur sem minnst fyrir þér fara.

Jónatan Karlsson, 20.11.2022 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband