Kennurum ekki treystandi

las ég í góðri grein. Skólaþræðir birtu hana hér. Í greininni má m.a. lesa ,,Flokkur fólksins telur sig vita betur en kennarastéttin hvernig best sé að kenna börnum að lesa (Birna Dröfn Jónasdóttir, 2022). Lilja Alfreðsdóttir þáverandi menntamálaráðherra skipaði starfshóp um bætta kynfræðslu í skólum landsins þar sem kennarastéttin átti tvo fulltrúa af þrettán, grunnskólinn átti engan fulltrúa þrátt fyrir að faghópurinn ætti að fjalla um málefni sem snerta hann beint (Stjórnarráð Íslands, 2020). Í Kópavogsbæ þar sem ég kenni voru kennarar aldrei spurðir hvort þeir vildu taka upp spjaldtölvur í kennslu og í síðustu borgarstjórakosningum þar sem eina umræðan um menntamál voru biðlistar á leikskólum vildi frambjóðandi hefja grunnskólann við fimm ára aldur (Hildur Björnsdóttir, 2022). Hugmyndir þessar eru misgóðar en eiga þó allar sameiginlegt að horft var framhjá fagmennsku kennara og þeim ekki treyst til að taka sjálfir ákvörðun er snertir þeirra starf." Allt satt og rétt. Kennarar ekki hafðir með í ráðum í mikilvægum málefnum skólans.

Starfshópur Lilja Daggar var eftirtektarverður. Af 13 manns voru tveir kennarar þar af annar framhaldsskólakennari og öfgafullur kynjafræðingur. Enginn grunnskólakennari! Tveir karlmenn voru í nefndinni. Afraksturinn eins og við var að búast. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband