Væri rétt að kenna kynjafræði í grunnskólum? Grein Evu Hauksdóttur frá 2014

Rakst á grein Evu Hauksdóttur frá 2014. Góð upprifjun og lestur. Þá eins og nú hefur hún efasemdir um femínista og framgöngu þeirra í samfélaginu. Þróun sem engum á að vera sama um. Gríp aðeins í gein Evu og set krækju neðst.

,, Sú skoðun virðist útbreidd að grunnskólinn eigi að innræta börnum tiltekin viðhorf. Þessa sér stað í aðalnámskrá grunnskólanna en samkvæmt henni eru grunnþættir menntunar lýðræði, jafnrétti, sjálfbærni, heilbrigði, sköpun og læsi. Þótt merking þessara hugtaka sé hvorki einföld né óumdeild hefur þessi áhersla aðalnámskrár nánast engri gangnrýni sætt. Ef til vill skýrist það af þeirri  túlkun að skólum beri að starfa í anda lýðræðis, jafnréttis o.s.frv. fremur en að taka upp markvissa kennslu í þessum grunnþáttum. Þó hafa feministar nú sent frá sér ályktun um að kynjafræði skuli tekin upp sem skyldufag í grunn- og framhaldsskólum og verði af því mun brátt reyna á það hlutverk grunnskólans sem aðalnámskrá virðist boða; að innræta börnum pólitískar og móralskar hugmyndir.“

,, Í fyrsta lagi ríkir engin sátt um það sjónarmið að jafnréttisfræðslu sé best komið í höndum kynjafræðinga. Í öðru lagi er það tæplega hlutverk grunnskólans að stuðla að framgangi pólitískra hreyfinga. Ég tel í meira lagi vafasamt að láta kynjafræðinga annast jafnréttisfræðslu og ætlun mín með þessari grein er að færa rök fyrir þeirri skoðun.“

,, Þann 21. september 2010 sat ég opinn fyrirlestur í Öskju, þar sem Þorgerður og Gyða Margrét kynntu fyrrnefnda rannsókn sína. Kjarninn í niðurstöðum þeirra var sá að karlar og karllæg gildi hefðu valdið bankahruninu og til þess að forða því að slíkt endurtæki sig væri nauðsynlegt að auka hlut kvenna í stjórnsýslunni. Reyndar nefndu þær dæmi um konur sem einnig bæru ábyrgð en þeirra þáttur var ýmist skýrður með „styðjandi kvenleika” eða því að konan hefði verið „í karlgervi”. Að sama skapi töldu þær að þeir stjórnmálakarlar sem voru „í kvengervi” hefðu litlu ráðið.

Að fyrirlestrinum loknum gafst áheyrendum færi á að varpa fram spurningum. Ég spurði vísindakonurnar hvernig þær teldu aukinn hlut kvenna vera lausn fyrst konur gætu hegðað sér af sama ábyrgðarleysi og karlar með því að taka á sig karlgervi. Þeirri spurningu var svarað út í hött.”

,, Í framhaldsskólunum eru það feministar sem kenna kynjafræði og sumarið 2010 gaf menntamálaráðuneytið út Kynungabók, kynjafræðinámsefni fyrir framhaldsskóla. Texti Kynungabókar hefur fræðilegt yfirbragð og áhersla er lögð á að jafnréttismál varði bæði kynin. Engu að síður er hugmyndafræði kvenhyggjunnar undirliggjandi. Tónninn er sleginn strax í inngangi Kynungabókar:

„Talið er að rekja megi núverandi  kynjamisrétti til þeirra tíma er eingöngu karlar úr valdastétt höfðu tækifæri til að móta samfélagið en það gerðu þeir út frá hagsmunum sínum.“ (bls 7.)”

,, Ef grunnskólarnir eiga að verða pólitískar uppeldisstofnanir þá skulum við spyrja hvaða grasrótarhreyfing, stofnun eða fyrirtæki muni næst biðja um aðgang að skólabörnum. Fær píratahreyfingin að sinna lýðræðiskennslu eða eiga lýðræðishugmyndir framsóknarmanna betur heima í skólum? Munu heilsugúrúar sem boða grænmetisát og jóga sinna heilbrigðisþætti aðalnámskrár eða verður það líkamsvirðingarhreyfingin eða kannski eitthvert tryggingafélagið? Hvort ætli Landsvirkjun eða Náttúruverndarhreyfingin verði fyrri til að óska eftir færi á að kynna börnum túlkun sína á sjálfbærni?

Og hvaða hugmyndir verða næst teknar upp sem grunnþættir menntunar? Ættu frelsi og friður ekki ágætlega heima í aðalnámsskrá? Verða þá hernaðarandstæðingar látnir sinna þeim þáttum eða frjálshyggjumenn eða  Ástþór Magnússon?”

Grein Evu á jafnvel við nú og fyrir 8 árum. Hér má lesa hana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kynjafræðin byggir á mótunarkenningu og hafnar eðliskenningu.  Kynjafræðin er í andstöðu við þróunarkenningu Darwins, Predikar í raun það að sé köttur alin upp sem hundur þá breytis köttur í hund.  Öllu sæmilega gefnu fólki er ljóst að þessi "fræði" er ekkert annað rakalaus þvæla frá upphafi til enda. Munur kynjanna er að stórum hluta byggður á mismunandi eðli þeirra, Að ala upp dreng sem stúlku gerir hann ekki að stúlku, ekki frekar en ketti að hundi.  Að kalla kynja"fræði "fræði" er eins og að kalla stjörnuspeki "fræði".  Kyjnafræði á hvorki grundvöll eða tilverurétt sem fræðigrein, kynja"fræðingar" eru ekki fræðingar, þetta eru upp til hópa miklu frekar samansafn vitleysinga sem vill boða skoðanir sínar undir því yfirskyni að um sé að ræða fræðigrein.  Hin svokallaða kynjafræði er ekki fræði heldur kukl illa gefinna og illra i rættna einstaklinga og á ekki að lýðast í skólakerfinu, ekki í grunnskóla, framhaldsskóla og sýst af öllu í háskóla.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.8.2022 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband