Ríkis­sak­sóknari fellir niður mál Arons Einars og Eggerts,

kom fram í frétt í Fréttablaðinu og Rvu. Fréttin á báðum miðlum var fyrirferðalítil. Má sennilega ekki blása upp sakleysi mannanna. 

Ofstækishópurinn Öfgar, skyldi hann biðja þá afsökunar og hina landsliðsmennina í leiðinni. Ætli kynjafræðingurinn sem fór mikinn um málið geri slíkt hið sama? 

Landsliðmenn okkar máttu í kjölfar umræðunnar sitja undir hrópum og köllum frá ofstækishópnum þar sem þeir voru kallaðir nauðgaðar. 

Samfélags- og fjölmiðlar létu eitt og annað frá sér sem þeir ættu líka að biðjast afsökunar á. Þeir blésu málið upp eins og um hinn eina sannleik væri að ræða. Vona að þessir aðilar stilli umræðuna um málaflokkinn í framtíðinni. Svona öfgar hjálpa engum. Hvorki þolendum né meintum gerendur nema síður sé. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir voru sýknaðir vegna skorts á sönnunum. Það er allt annað en að sakleysi hafi verið sannað.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 26.8.2022 kl. 11:29

2 identicon

Heldur ekki sekir, Ingibjörg. Margir létu það í veðri vaka sem voru rangfærslur. Jaðrar við lygi. 

Saklaus þar til sekt er sönnuð. 

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2022 kl. 12:55

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ingibjörg. Þeir voru ekki sýknaðir því það var einfaldega ákveðið að ákæra þá ekki. Enginn þarf að sanna sakleysi sitt í eðlilegu réttarríki. Hvernig myndirðu annars sanna eitthvað sem ekki er? Geturðu til dæmis sannað að þú sért ekki að berja systur þína? Nei það geturðu ekki því þú hefur engin sönnunargögn fyrir engu. Þess vegna segir stjórnarskráin að allir teljast saklausir uns sekt er sönnuð. Fólk missir ekki mannréttindi sín við að fá á sig ásakanir, alveg sama hvort fótur er fyrir þeim eða ekki. Þetta eru líka þín mannréttindi.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2022 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband