3.8.2022 | 11:01
Afnema útvarpsgjald
Frakkar stíga stórt skref. Útvarpsgjaldið, til að reka ríkisstöð var tekið af. Vildi óska að við gerðum það sama. Ruv er lélegur miðill. Bjóða upp endurútsendingar í gríð og erg. Fréttamenn þar afar hliðhollir ákveðnum málaflokkum sem litar allt þeirra starf. Hlutleysi finnst varla meðal fréttamanna þar á bæ. Í dag vill fólk velja.
Kjarninn segir frá: ,,Efri deild franska þjóðþingsins hefur samþykkt að afnema útvarpsgjaldið sem notað er til að fjármagna rekstur franskra ríkisfjölmiðla, en afnám útvarpsgjaldsins var eitt af kosningaloforðum Emmanuels Macron Frakklandsforseta í nýlega afstöðnum forsetakosningum í landinu."
Athugasemdir
Búinn að segja í fjölda ára: Til hvers og fyrir hvern er Rás 2? Svar: Starfsmenn! Rás 2 var nauðsynleg á sínum tíma en í dag tímaskekkja og þjónar engum tilgangi.
Sigurður I B Guðmundsson, 3.8.2022 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.