Sundsambandið má ekki gefa sig

og svíkja þannig stúlkur og konur sem vilja keppa á jafnréttisgrundvelli. Kúga á sambandið. Þessi samtök troða á réttindum sundkvennanna en í fréttinni segir að ,,Fjölmörg félög hinseginfólks og kvenréttindasamtök standa fyrir kröfufundinum.“ Það virðingarleysi sem þessi samtök sýna konum er ótrúlegt. Kona sem hefur tekið út þroska sinn sem karl keppir aldrei á jafnréttisgrundvelli við aðrar konur. Líkamsstyrkur þeirrar konu er meiri og annar en konu sem tekur út þroska sem kona. Það vita allir.

Samtökin eru frek og tilætlunarsöm. Vilja ójafna keppni innan sundsins. Hér og víða um heim hafa menn séð að ekkert jafnrétti er í slíkri keppni og hafa brugðist við því. Ekki að ósekju. Að vaða uppi með þessa frekju og reyna að kúga sundsambandið til að taka afstöðu gegn keppnisstúlkunum, sem hafa alist upp sem slíkar, er út í hött. Freklega gengið á rétt þeirra og samtökin bera ekki virðingu fyrir réttindum stúlkna sem alast upp sem slíkar. Eru réttindin þeirra minna virði en transkvenna, maður spyr sig.

Þessi freku samtök hafa talað fyrir virðingu fyrir transfólki, af hverju bera þau ekki virðingu fyrir öðrum samtökum sem taka ákvarðanir sem á við sitt fólk. Nákvæmlega á þennan hátt missa þessi samtök virðingu fólks, með kúgun og frekju.

Hér má sjá þessa gengdarlausu frekju og tilætlunarsemi. ,,Ólöf Bjarki Antons, varaformaður Trans-Ísland, segir tilgang fundarins vera að krefja Sundsambandið um að endurskoða afstöðu sína. „Við erum bara að krefjast þess að þau dragi atkvæði sitt til baka eða gefi út opinbera yfirlýsingu að þau standi ekki lengur með þessu atkvæði þar sem það brýtur á réttindum transfólks.“ Nei sundsambandið á ekki að draga atkvæði sitt til baka né heldur gefa út yfirlýsingu. Það á að standa að baki stúlknanna og bera hag þeirra fyrir brjósti. Á ekki að vera flókið.

Sjálfsagt mál að transkonur, sem taka út þroska sem karl, æfi með öðrum konum, enginn setur út á það. Keppa, nei það er ekki við hæfi.

Sundsambandið verður að standa í lappirnar, stúlknanna vegna og réttinda þeirra til réttlátrar keppni.

Hér má lesa frétt ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þyrfti að breyta reglunum og láta x og y litninga ráða flokkun en ekki hvaða lyf fólk hefur verið að taka og hvaða skurðaðgerðir það hefur gengist undir.

Vagn (IP-tala skráð) 7.7.2022 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband