Sonur minn hefur borgað meðlag með börnum

sem búa hjá honum og hafa gert í rúm tvö ár. Þau vilja það sjálf og flúðu lögheimilið sem var hjá móður. Hún neitar að flytja lögheimilið og við það situr. Hún fær meðlög frá Tryggingastofnun, tvöfalt því hún er öryrki en hefur ekki börnin. Konan fær barnabætur og aukabætur en er ekki með börnin. Stofnanirnar halda áfram að greiða henni og hafa gert þessi rúmu tvö ár sem börnin hafa EKKI búið hjá henni. Ekkert stjórnvald getur gripið í taumana og tekið lögheimilið af móður, þó börnin vilji það. Hann þarf að höfð dómsmál og gera kröfu á endurgreiðslu meðlags og meðlag frá móður. Hvað er að kerfi sem vinnur svona fyrir börnin? Vonandi tekst stjórnvöldum að koma skikki á málaflokkinn, hann er rjúkandi rúst.

Ofbeldishópurinn ,,Líf á ofbeldis" hefur kastað olíu á eldinn í tengslum við málaflokkinn því þær eru í kynjastríði. Konur segja alltaf satt og þær eiga að hafa börnin, þeirra boðskapur.


mbl.is Setja þurfi skýrar reglur í forsjármálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband