Innan við 7% þátttaka

í kosningunum í trúnaðarstörf í Félagi grunnskólakennara. Frekar rýrt. Vonandi glæðist þetta um helgina, mánu- og þriðjudag. Margar ástæður fyrir því að kennarar kjósi ekki.

Einn ungur sagði við mig, nenni ekki að kjósa allt þetta miðaldra lið. Hvað eru margir þarna undir 45 ára aldri. Fátt um svör þegar stórt er spurt. Auðvitað er gott að blanda vel aldursdreifingunni. Fleira ungt fólk vantar á listana.

Þegar ég kíkti á stjórnarkjörið er það rétt hjá honum, ýmist miðaldra karlar í boði eða miðaldra konur. Skólamálanefndina er hægt að yngja aðeins upp.

Af hverju gefur unga fólkið ekki kost á sér. Ætli þeim finnist þetta vonlaus barátta? Maður spyr sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband