Lítið hefur farið fyrir umræðunni

um ný lög vegna skipunar á dómurum. Í Kjarnanum má lesa um málið.

Þar segir nýdoktor í lögfræði:

,,Þetta kemur fram í umsögn Hauks Loga um mál­ið. Þar gagn­rýnir hann tvær breyt­ingar sem lagt er til að verði gerðar á lögum og segir þær báðar til þess fallnar að auka um of völd dóm­ara­stétt­ar­innar til þess að hafa áhrif á hverjir verði skip­aðir í emb­ætti, sem aftur sé lík­legt til þess að rýra traust almenn­ings til þess hvernig dóm­arar eru skip­aðir á Íslandi og þar með dóm­stóla."

„Fram hefur komið í opin­berri umræðu að dóm­arar telji sér engu að síður heim­ilt að gegna umfangs­miklum auka­störf­um, en ýmsum þykir sú túlkun ganga í ber­högg við laga­bók­staf­inn. Það er því full ástæða til þess að skerpa á því sem þar stendur í 45. gr. dóm­stóla­laga um auka­störf dóm­ara og til­valið væri að nýta tæki­færið núna þegar verið er að leggja til ýmsar breyt­ingar lög­un­um,“ segir í umsögn Hauks Loga."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband