Fílahjörðin sem Hanna Björg kallar svo

hefur mótmælt þeim málflutningi sem hún og valdir þolendur ofbeldis, aðallega kynferðisofbeldis og heimilisofbeldi ef gerandinn er karlmaður, halda uppi. Hjörð Hönnu Bjargar telur sem dæmi tálmum ekki ofbeldi þó slíkt ofbeldi hafi sömu áhrif á líf og líðan barna og kynferðisofbeldi. Kannski af því í flestum tilfellum er gerandi kona. Hjörð hennar telur heldur ekki andlegt ofbeldi af hálfu konu í hjónabandi með karli til heimilisofbeldis. Ramminn er þröngur hjá hjörð Hönnu Bjargar og beinist aðeins að konum sem fórnarlömbum. Hjörðin beinir sjónum sínum ekki að ofbeldi í garð barna, lítið um það talað ef nokkuð þar sem kona er gerandi í um helmingi tilfella.

Fílahjörðin mótmælir að fólk sem hefur brotið af sér eigi sér ekki viðreisnar von. Fílahjörðin mótmælir að þolendur kynferðisofbeldis geti birst óhindrað í fjölmiðlum með sögur og er jafnvel margsaga. Fílajörðin mótmælir að þekktir menn, sem Hanna Björg velur að kalla ríka og freka, skuli teknir fyrir í samfélags- og fjölmiðlum og aflífaðir. Fílahjörðin fordæmi þá fjölmiðla sem segja einhliða frá málum sem hjörð Hönnu Bjargar vill að sé fjallað um. Sjaldan ef nokkurn tímann er málflutningur Hönnu- hjarðarinnar tekin með gagnrýni eða annað álits leitað. Hjörð Hönnu vill ráða og stjórna hvernig farið er með ofbeldismál og það skal gera eftir þeirra uppskrift.

Hanna Björg og hjörð hennar ætti kannski að líta í eigin barm og hugsa, er þetta réttar aðferðir. Nær málflutningur okkar árangri. Er heillavænlegt að aflífa hvern einstaklinginn á fætur öðrum á samfélagsmiðlum. Um leið og rætt er um einstakling í þessu samhengi af hjörð Hönnu Bjargar á samfélagsmiðlum er hann dæmdur. Er þetta samfélagið sem Hönnu- hjörðin vill, velti því fyrir mér. Sé svo held ég að hjörðin ætti að láta sig hverfa. Í upphafi skyldi endinn skoða.

Sárafáir ef nokkur sættir sig við ofbeldi. Leiðirnar til að ná í skottið á gerendum eru hins vegar margar og ekki allar réttlætanlegar.

Nám í kynjafræði virðist ganga út á réttindi kvenna.

Hér má lesa grein.

Bent á rannsóknir hér um ofbeldi kvenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband