Sönnunarbyrði á að vera erfið

Þingmenn ruku í pontu og segja að gerendur kynferðisbrota sleppi og vel. Sönnunarbyrðin sé mikil. Að sjálfsögðu. Á sönnunarbyrði ekki að vera erfið? Betra að sleppa einum sekum en dæma einn saklausan. Málin eru erfið viðureignar. Dómar eiga ekki að byggjast á almenningsáliti, hvað þá skoðun þingmanna. Dómar eiga að byggja á lögum og sönnunum. Þeir sem eru ranglega ásakaðir um kynferðisbrot þurfa að höfða einkamál. Slíkur málarekstur er dýr eins og hefur komið fram og því fáir sem fara út í slíkt. Af hverju, sakfelling er erfið. Þetta á líka við um þá sem eru ranglega sakaðir, vona að Olga hafi einnig átt við þá. „Við kærum ekki því að réttarkerfið segir okkur að þegja. Við kærum ekki því að ef við dirfumst að gera það er okkur úthúðað í samfélaginu. Ef við segjum frá erum við útskúfaðar frá fjölskyldum og vinum,“ sagði Olga og varpaði ábyrgðinni yfir á gerendur."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband