Lágkúran

heldur áfram af hendi Samherja, sem hefur kvóta almennings til ráðstöfunar gegn mjög vægu gjaldi. Þegar ég opnaði mbl.is í morgun blasir við auglýsing þar sem auglýsing Samherja. Ádeila á Ruv. Í stað þess að svara málefnalega af hverju þeir nota dóttur- og skúffufyrirtæki víða um heim ráðast þeir að fólki og stofnunum. Sorgleg athöfn og hefur þær afleiðingar að fyrirtækið er komið í skítaflokk vegna framkomu. 

Nafn Færeyinga á vel við þá bæði hvað fjármagn og hefnd varðar: Hinir óseðjandi.

Vona að næsta ríkisstjórn hafi dug í sér til að innkalla kvóta til að selja afnotaréttinn af honum á réttlátu verði fyrir almenning. Samherjamenn hafa sýnt og sannað að þeir eru ekki traustsins verðir að hafa kvótann okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband