Formenn sjúkraliða og leikskólakennara

Bakvarðasveitin óskar eftir liðsauka sagði landlæknir á fundi í dag. Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar mynda að mestu barkvarðasveitina. Við skráningu tekur fólk meðvitaða ákvörðun og samfélagslega ábyrgð að hjálpa þar sem kóvid er allt um kring. Bólusetning framlínustarfsmanna er ekki lokið og því fara margir óbólusettir í starf og telja það ekki eftir sér.
 
Formaður Sjúkraliðafélagsins hvatti sitt fólk á sínum tíma að skrá sig og leggja samfélaginu og veikum lið. Sjálf fór formaðurinn inn á starfsvettvanginn. Annað hljóð er í formanni félags leikskólakennara. Leikskólakennarar sinna hópnum sem smitast minnst og því ekki ástæða til að takmarka starf leikskóla að sögn sóttvarnalæknis. Eina takmörkunin er að fullorðnir mega ekki vera fleiri en 10 í sama hólfi. Samt sem áður sendi stjórn leikskólakennara frá sér ályktun um að loka eigi leikskólum, koma sínum starfmönnum í skjól á meðan aðrir fara á vígvöllinn. Verð að segja, ég hefði sagt formanni leikskólakennara að leita sér upplýsinga, hjá þar til bærum yfirvöldum, áður en hann bæði hvetur foreldra til að halda börnum heima og hvetja ráðherra til að loka leikskólanum. Farið með börnin í leikskólann, börnunum veitir ekki af, hitta önnur börn vera úti að leika, hafa gaman og njóta samverunnar.
 
Stjórn KÍ lepur upp vitleysu leikskólakennarafélagsins sem og stjórnendur leikskólanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband