Konurnar í Exit (Útrás)

Horfði á norsku þáttaröðin Exit 2. Sami viðbjóðurinn viðgengst í þessari þáttaröð og þeirri fyrstu. Konurnar kvörtuðu undan að saga þeirra heyrðist ekki og úr því var bætt.

Mér er fyrirmunað að skilja af hverju konur sækja í líf eins og lýst er í þáttunum. Konur velja sjálfviljugar að vera þátttakendur í lífi karlanna. Vera undirgefnar, þola framhjáhald, eiturlyfjanotkun, áfengissýki og fleira í þeim dúr. Þær eiga að vera þægar, ala upp börnin og skipta sér ekki af lífi karla sinna. Vera sýningardúkkur. Þola ofbeldi, andlegt- sem líkamlegt. Allt fyrir peninga og lystisemdir sem efnishyggjna endurspeglar. Konurnar eru líka tilbúnar, hvenær sem er, að láta þessa karla nota sig eins og tuskur. Peningar, skemmtun, eiturlyf...þátttaka virðist mikilvæg.

Konur verða sjálfar að draga í land með svona hegðun ef þær ætla að breyta einhverju. Þær sem hafa áhuga á þátttöku er vart vorkunn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband