Forstjóri barnaverndarstofu talar niður vandann

Brjánn Jónsson skrifar svo á snjáldursíðu sína:,,Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu heldur því fram í sjónvarpsfréttum í kvöld að hlutirnir séu í lagi í 99,9% tilvika foreldra. Tilefni ummæla hennar eru 13.000 tilkynningar til barnaverndarnefnda á árinu 2020. Á Íslandi búa ríflega 80 þúsund börn. Samkvæmt Heiðu Björgu eru hlutirnir þá í lagi hjá ríflega 79.900 börnum. Af því leiðir að þessar 13.000 tilkynningar séu vegna tæplega 100 barna eða 130 tilkynningar á hvert þeirra að meðaltali. Ég get með vissu sagt að þetta er mjög langt frá sannleikanum. Líklegra er að þessar 13.000 tilkynningar séu vegna mörg þúsund barna (eða örfáar á hvert barn). Það er alls ekki gott að forstjóri barnaverndarstofu tali niður vandann með þessum hætti!"

Margt til í þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband