15.5.2020 | 10:36
Hljómar vel...náðu saman!
Margir kjarasamningar eru í grunninn úreltir sökum aldurs og breytinga í samfélaginu, ekki bara okkar heldur alþjóðasamfélaginu. Fram kemur að: ,,Gerðar voru verulegar breytingar á samningnum sem tryggja aukið vinnuframlag flugmanna og gefa félaginu aukinn sveigjanleika til þróunar á leiðakerfi Icelandair."
Marga kjarasamninga þarf að endurskoða en samningspólitíkin hér á landi gefur viðsemjendum sjaldan svigrún til breytinga. Ávallt er samið þegar kjarasamningur er runninn út. Hugsum til hjúkrunarfræðinga, framhaldsskólakennara, lögreglunnar og grunnskólakennara. Allt stéttir með lausan eða mjög skamman samning. Kjarasamningur grunnskólakennara losnaði 1. júlí 2019 og viðræður í gangi. Ekki útséð hvort samningur liggur fyrir þegar skólastarfi lýkur um miðjan júní.
Atkvæðagreiðslu lýkur fyrir hluthafafund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |