5.4.2020 | 11:29
Gleymdar stéttir
Í allri umfjölluninni gleymast margar stéttir í amstri dagsins. Vissulega eru hjúkrunarfræðingar í eldlínunni en veiruskrattinn skapar öðrum nýtt vinnuumhverfi. Það gleymist. Hvað með allt rannsóknarfólkið sem vinnur baki brotnu við að greina. Læknar standa líka vaktina á sjúkrahúsum sem og sjúkraliðar. Allt er þetta ein keðja.
Eins og sjúkraliðinn sagði er umönnun og hjúkrun allt önnur í dag þegar ættingjar koma ekki. álagið breytist og ekki síður haldi fólk sig smitað og beri það áfram.
Í leik- og grunnskóla hefur álag aukist til muna. Mest er það þó á yngsta stigi þar sem börnin mæta alla daga í skólana.
Horfum til allra stétta. Allt eru þetta mikilvæg störf á ögurstundum.
Þau standa vaktina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.