Icelandair stillir viðskiptavinum upp við vegg

Ég er sammála þeim farþegum Icelandair, íslenskum sem útlenskum, sem finnst lítið til þeirra koma um þessar mundir. Það er skýrt í neytendaskilmálum, falli flug niður á að endurgreiða það sagði ritstjóri túrista.is í morgunútvarpinu. Ódýrasta flugið er ekki hægt að endurbóka, þarf að hafa samband við flugfélagið.
 
Icelandair heldur hins vegar öllu flugi inni, hafa ekki aflýst neinu fram í tímann. Þeir bjóða farþegum að breyta bókun eða afbóka. EKKI ENDURGREIÐSLU. Þeir sem afbóka eiga ekki rétt á endurgreiðslu og þeir sem breyta bókun eða fá inneignarnótu neyðast til að fljúga með fyrirtækinu síðar og innan tímamarka. Á síðunni segja þeir ,,Ef þú vilt breyta bókuninni án þess að greiða breytingagjald, verður ferðalaginu í nýju bókuninni að vera lokið fyrir 1. janúar 2021."
 
Hægt að sækja um ferðainneign í stað afbókunar og breytingar en á síðu þeirra stendur ,,Ef þú bókaðir flug fyrir 3. mars 2020, í ferðalag sem lýkur fyrir 1. maí 2020, getur þú afbókað ferðina og sótt um ferðainneignarnótu." ENGINN ENDURGREIÐSLA!
 
Viðskiptavinur þarf að greiða mismun sé jafndýrt fargjald ekki sölu, en sé það hins vegar ódýrar fær hann ekki mismuninn. Góð þjónusta- nei það finnst mér ekki.
 
Ætli viðskiptavinur að treysta á lukkuna að Icelandair felli niður flug verður hann að bíða milli vonar og ótta að hann tapi ekki peningunum, því þú verður að afbóka með tveggja sólarhringa fyrirvara en Icealandair getur fellt niður flug nánast fram að brottför. Eins og þeir segja á upplýsingavef sínum ,,Þú getur fylgst með flugáætlunarsíðu okkar inni á vef Icelandair. Þar munum við setja inn upplýsingar um flug sem felld hafa verið niður í dag."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þessar fordæmalausu aðstæður falli ekki undir Force Majure.

Í þeim aðstæðum fagna ég inneign og hlakka til að ferðast þegar gefur.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2020 kl. 09:50

2 identicon

Ef horft er til tapaðra peninga eða gjafabréfs er seinni kosturinn skárri. Gjafabréf Icelandair gilda í ár. Margar þjóðir undirbúa sig undir að nota hálft ár í ýmis konar aðgerðir gegn veirunni og því má velta upp hvort allt verði komið í samt horf að ári liðnu. Fjárhagur fólks er misjafnt og þeir sem sitja uppi með tugþúsunda inneign hafa kannski ekki tök á að ferðast að ári. Mörg sjónarhorn.

Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2020 kl. 11:10

3 identicon

En ég velti fyrir mér hver er að halda peningnum, Icelandair eða bankinn? Þegar Air Berlin fór á hausinn þá var lögum breytt þannig að flugfélög fengu ekki lengur að halda peningum fyrir bókanir, en korta félögin héldu þeim þangað til flugið er farið. Það er sama ástæða og WOW air voru í svona miklum vandræðum eftir að Air Berlin fóru á hausinn, af því að það komu nokkrir mánuðir þar sem það kom ekkert í kassan því korta félögin fóru að geyma peninginn. Það er svo líka ástæðan fyrir því að allir fengu endurgreitt frá korta fyrirtækjunum þegar WOW fór á hausinn. 

Ég hélt allavega að þetta væri svona, en ég veit ekki hvernig þetta er í dag.

Atli 

Atli Magnusson (IP-tala skráð) 28.3.2020 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband