Heltekin þjóð- tvísaga sótti og landi

Engum blöðum er um það að fletta, veiran heltekur þjóðina. Þarf ekki að undra. Veiran skapar vandræði fyrir fólk og fyrirtæki. Grunnskólakennurum, mörgum hverjum, er ekki skemmt. Nú flokka læknar, sóttvarna og landsins, stéttina sem framvarðarsveit. Án grunnskólakennara gætu börn landsins ekki lifað eðlilegu lífi. Sennilega rétt þar sem margir foreldrar hafa ekki aga eða vilja til að halda rútínu barna sinna. Margir freistast til að snúa sólarhringnum við. Spila of mikið i tölvu og við það fá margir foreldrar lítið ráðið, þó heima séu.

Með blendnum tilfinningum mæta margir grunnskólakennarar í vinnuna. Þeir leggja sig alla fram eins og þeirra er von og vísa. Margir metnaðarfullir og slá ekki slöku við að kenna nemendum. Grunnskólakennarar slá ekki slöku við og hafa tekið áskoruninni eins og aðrir í samfélaginu. 

Styttist í páskafrí og gera má ráð fyrir að örþreyttir grunnskólakennarar hlaði rafhlöðurnar til að taka á móti nemendum eftir páskafrí, nema sótti og landi ákveði annað.

Stjórnendum er heldur ekki skemmt. Þeir sjá kennara sína þreytast dag frá degi. Koma með björgunarhring eftir því sem aðstæður leyfa. Nemendur verða óþolinmóðari enda fátt skemmtilegt við að vera njörvaður í sæti sitt inni í stofu. Endalaus handþvottur og spritta hendur. Lítið frelsi. Yngstu nemendurnir eiga að vera sem mest í skólanum. Reynir á þessa rollinga.

Grunnskólakennarar halda áfram með að fylgjast með. Vonandi hætta sótti og landi að gefa tvíeggjuð skilaboð hvað skólana varðar. Halda á börnum heima ef foreldrar geta það. Fyrir alla muni sendið heilbrigð börn í skólann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband