Aval- mistök í útsendingu reiknings!

Fyrirtækið gaf úr að um mistök væri að ræða þegar fullorðinni konu var sendur 92 þús. kr. reikningurinn fyrir að drepa mús. Mér þykir þeir lengi um að uppgötva mistökin. Pikka inn allar forsendur, senda reikninginn og setja hann í póst. Þegar upp komst á samfélagsmiðlum þá var um mistök að ræða. Tvískinnungur!

Neytendur þurfa að passa sig. ,,Nokkur þessara heita eru skráð á sama fyrirtækið sem ber lögheitið Meindýraeyðing Reykjavíkur. Er það einnig skráð á Já.is sem Meindýravarnir Kópavogs, Meindýraeyðing Hafnarfjarðar og Meindýraeyðing Garðabæjar en öll nöfnin vísa á sameiginlega síðu."

Mér finnst í lagi að bæjarheiti séu tekin úr nafni fyrirtækis til að rugla ekki neytendur. Margir telja sig eiga í viðskiptum við bæjarfélagið ekki einkafyrirtækið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband