26.1.2020 | 09:11
Skil ekki hvað er svona erfitt
Skil ekki hvað er svona erfitt og flókið við þetta. Mér þykir eðlilegt að fækka vinnustundum á viku um 5. Það hefði í för með sér 7 tíma vaktir eða átta tíma vaktir og starfsmaður safnar í banka og þegar átta tímar eru komnir er frídagur. Eflaust myndu margir ráða sig í hærra starfshlutfall þegar vinnuvika styttist og mætir að hluta mönnunarþörfinni við styttingu vinnuvikunnar.
![]() |
Öll spjót standa á vaktavinnuhópi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef margir ráða sig í hærra starfshlutfall þá er það sönnun þess að rökin fyrir styttingu vinnuvikunnar voru bull. Vaktavinnufólkið er erfitt, sérstaklega það sem er á skertu starfshlutfalli. Það er stundum snúið fyrir það að láta vaktirnar passa við hina vinnuna. Heilir dagar gefa þeim tækifæri til að vinna meira í hinni vinnuni en styttri vaktir. Og hin vinnan afsannar þörfina á styttingu vinnuvikunnar. Þannig að krafan um styttri vinnudag vegna álags og færri vinnudaga en jafn langan vinnudag fer illa saman.
Vagn (IP-tala skráð) 26.1.2020 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.