Kemur það ekki fram í ráðningarferli

Kemur mér verulega á óvart að menn uppgötvi slík eftir svo langan tíma. Er þetta ekki hluti af ráðningarferlinu, kanna hvort bæjarstjóri hafa sömu sýn og þeir sem hann vinnur fyrir. Hefði haldið það! Annars segir ,,Ástæða starfs­loka er sögð ólík sýn á verk­efni á vett­vangi sveit­ar­fé­lags­ins. Telja aðilar það sveit­ar­fé­lag­inu fyr­ir bestu að leiðir skilji, seg­ir þar jafn­framt." 

Svona aukakostnaður fyrir sveitarfélag er með öllu ólíðandi. Það veitir víst ekki af hverri krónu og þegar greiða þarf tveimur bæjarstjórum laun minnkar ráðstöfunarfá bæjarins. Einhverjum kann að þykja það lítilvægt en margt smátt gerir eitt stórt. 

Sveitastjórnarfólk þarf að vanda betur til verka þegar það ræður bæjarstjóra til að fylgja málum úr höfn.


mbl.is Guðmundur bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kannski var annar hvor aðilinn blindur, en fékk svo sýn.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.1.2020 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband