27.9.2018 | 13:13
Sjálfsagt að Halldóra segi af sér
Það er ekki spurning að Halldóra Mogensen á að segja af sér. Með því sýnir hún ábyrgð í starfi. Reyndar hafa fleiri þingmenn Pírata orðið sér til skammar í þessu máli og nú er tímabært að þeir axli sína ábyrgð á orðum og gjörðum.
Tilefni til að biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ÞARNA ættu margir að segja af ser---
Erla Magna Alexandersdóttir, 27.9.2018 kl. 21:10
Skoðun Braga og velferðarráðuneytisins eru ekkert sem kallar á viðhorfsbreytingu og/eða afsagnir hjá Halldóru og Pírötum. Og það er til skammar hvernig hlutverk óháðrar nefndar sem átti að gera úttekt á málinu var þrengt í það að ná aðeins til stjórnsýslu ráðuneytisins. Sjálft ráðuneytið tók málið fyrir að nýju en óháðu aðilarnir fengu ekki að taka afstöðu til lögmætis athafna Braga. Pólitískir hagsmunir voru víst of miklir til að setja málið í hendur óháðra aðila. Það stendur því enn, og er jafnvel augljósara en áður, að pólitískir hagsmunir voru settir ofar hag barna og samtrygging stjórnmálanna verið sett ofar góðri og heiðarlegri stjórnsýslu.
Vagn (IP-tala skráð) 28.9.2018 kl. 02:06
Halldóra Mogensen er ásamt Stundinni sek um brot á lögum um friðhelgi barna með tilraun sinni til að funda í beinni útsendingu frá nefndarfundi um tiltekið barnaverndarmál, og nýta sér trúnaðarskjöl um tiltekið barnaverndarmál í pólitískum tilgangi. Réttur barna til verndar gegn átroðningi á einkamálum þess er varinn í barnasáttmálanum sem er innleiddur hér á landi. Það hvernig Halldóra Mogensen og félagar hennar í nefndinni komu barnaverndargögnum til Stundarinnar er mál sem ætti að sækja fyrir dómstólum enda er þar um refsivert brot að ræða sem liggur við fangelsisvist.
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 29.9.2018 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.