16.7.2018 | 13:51
Hann kynnir væntanlega ofurlaun sín
Ármann mun væntanlega kynna af hverju hann þarf svo há laun sem bæjarstjóri. Eins og fram hefur komið er hann launahærri en borgarstjóri New York borgar. Væri fróðlegt að vita af hverju það starfar, hvað sé svona krefjandi í Kópavogi sem ekki finnst í New York.
Bæjarstjórar á landinu mega upp til hópa skammast sín. Grunnskólakennari með 30 ára starfsreynslu nær ekki 600 þús. í mánaðarlaun. Ráða má 4 grunnskólakennara í stað Ármanns fyrir sömu laun. Og ég er viss um að þeir myndu sóma sér vel í starfi bæjarstjóra. ;) Kerfið er galið og bæjarfulltrúar sem samþykkja svona vitleysu eiga sök að máli.
Kópavogur með kynningu í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.