Nei takk, ég vil hafa sitthvort salernið og svo fyrir fatlaða!

Þetta er nú meiri rugludallurinn. Nei takk ég vil ekki karlmenn inn á þau salerni sem ég nýti í opinberum byggingum, hótelum eða á öðrum stöðum þar sem margt fólk kemur saman. Finni menn sig ekki við að pissa, annað tveggja, sitjandi eða standandi á þar til merktum klósettum geta þeir notað klósett merkt fötluðum. Vona svo sannarlega að undanþágan nái ekki fram að ganga. Sé þetta eitt af þörfustu verkum mannréttindanefndar þá hefur hún lítið að gera þykir mér. Og já það má alveg kalla mig gamaldags en ég vil sitthvort salernið og svo fyrir fatlaða.


mbl.is Telja ákvæði um salerni úrelt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Þetta lið... 

heldur sig vera eitthvað betra en aðrir.

Birgir Örn Guðjónsson, 16.7.2018 kl. 20:59

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er skítalykt af þessu klósettmáli?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2018 kl. 21:30

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er ekki frá því að þetta sé það fyrsta sem mannréttindanefndin gerir. Og það lyktar ekki vel. Annars sá ég nú um daginn viðtal við einhvern sem hélt því fram að ekki væru til tvö kyn heldur væru þau ótalmörg, eiginlega jafn mörg og fólkið. Svo kannski hefur nefndin hér staðið fyrir þeim vanda að koma annaðhvort upp klósettum ad infinitum, eða einu á mann - svona þrjúhundruðogsjötíuþúsund kömrum, svo allir landsmenn/kyn hafi eigin kamar, og þá eru túristarnir eftir - eða hafa þá bara eitt handa öllum. Það er auðvitað ódýrari lausn og kannski er nefndin búin með peninginn.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.7.2018 kl. 21:59

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt reglugerðinni eiga að vera til staðar aðgreind salerni fyrir hvort kyn en hún segir ekkert um hver skuli nota hvort.

Þess vegna er ódýrasta lausnin einfaldlega sú að leyfa þeim sem eru í vafa að velja bara sjálf hvort klósettið þau nota.

Þau þurfa ekki einu sinni að velja annað fram yfir hitt, geta bara notað bæði til skiptis þar til þau hafa ákveðið sig.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2018 kl. 22:06

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það er auðvitað einfaldasta lausnin Guðmundur. Ég er alveg sammála því. En ég held ekki að mannréttindanefndin sé á höttunum eftir einfaldri lausn. Kjarni málsins er að þessu fólki finnst það gamaldags að tala yfirleitt um tvö kyn og finnst það óréttmætt gagnvart þeim sem vilja geta skilgreint sig á einn hátt í dag og annan á morgun. Það sé sumsé óréttmætt að ætlast til þess að blessað fólkið ákveði sig. Sumir myndu eflaust jafnvel kalla þig fasista fyrir að ætlast til að það geri það embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 16.7.2018 kl. 22:35

6 identicon

Ég vona bara að mannréttindanefndin standi sig í starfinu. Sam­fé­lagið hef­ur breyst og í dag skil­greina marg­ir sig ekki eft­ir hinu hefðbundna kynja­kerfi. Því þarf mannréttindanefndin að bregðast við og skaffa salerni við hæfi fyrir alla. Ég þarf nefnilega mitt einka salerni sem enginn má áður hafa notað, ég skilgreini kyn mitt sem einkakyn og vænti þess að mannréttindanefndin virði það.

Davið12 (IP-tala skráð) 16.7.2018 kl. 22:52

7 identicon

Davíð 12 þá er fínt fyrir þá sem skilgreina sig ekki eftir kyni að nota salerni merkt fötluðum. Engin kyngreining á þeim salernum enda gefur merkið bara til kynna að það henti fötluðum og öðrum frjálst að nota það. Gott að leyfa okkur hinum að vera í firði með merkt salerni, annað hvort kona eða karl. Þá ættu allir að vera ánægðir.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2018 kl. 22:59

8 identicon

Þetta er ofureinfalt, annaðhvort pissa menn standandi eða sitjandi. Allir gera nr. 2 á sama hátt. Til einföldunar hefur verið talað um að karlar pissi standandi og konur sitjandi, þess vegna er talað um karla- og kvennaklósett. Hvernig menn skilgreina sig síðan í kyn skiptir akkúrat engu máli. Þetta er því allt stormur í vatnsglasi hjá þessari svokölluðu mannréttindanefnd Reykjavíkur og er bara enn eitt dæmið um það hvað einstaklingar í þessum meirihluta telja sig merkilega.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 17.7.2018 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband