Hugsa ljósmæður um þær/foreldrana?

Kemur mér á óvart ef ljósmæður sinna foreldrum sem eiga barn á vökudeild. Oftar en ekki eru þessir foreldrar fráir á fæti og geta hugsað um sig sjálfir. Sjúkraliðar er vannýtt stétt og með því að ráða sjúkraliða inn á kvennadeildina mætti létta undir með ljósmæðrum á margan hátt. Valið og valdið hafa hjúkrunarfæðingar sem hafa á undanförnum áratugum ýtt sjúkraliðastéttinni burtu af ákveðnum deildum. Ljósmóðir með 6 ára háskólanám sinnir störfum sem sjúkraliði gæti hæglega unnið og gerði hér áður fyrr.

Hér á landi notum við oft á tíðum ofmenntað fólk í störf sem hægt er að leysa með öðrum starfsstéttum. Endurskoðunar er þörf á þröskuldunum sem ríkir enn á milli heilbrigðisstétta og hefur gert í áratugi. 

Leysa þarf deiluna ekki spurning. Ljósmæður eru með sterka stöðu þær hverfa til annarra starfa og geta þar af leiðandi lagt þrýsting á stjórnvöld líkt og læknar gerðu. Þekkt fyrirbæri í fluggeiranum.


mbl.is Mæður veikra barna sendar heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband