Hefur haft tíma fyrir þessa skipulagningu

Auðvitað verða menn að hafa eitthvað upp í erminni þegar farið er af stað í kosningabaráttuna. Hver hefur gleymt afnámi verðtryggingar...enginn nema Sigmundur og félagar. Það loforð kom þessum manni á þing og stórum hluta Framsóknarflokksins. Vona svo sannarlega að landsbyggðarfólk kokgleypi ekki allt sem hann segir.

Kosningaréttinn á að jafna, eitt atkvæði á mann. Löngu úrelt kerfi sem við búum við.


mbl.is Skattaívilnanir fyrir landsbyggðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hann er seigur Sigmundur alltaf dregur hann kanínu upp úr hatti sínum.

Auðvita er þarf að jafna atkvæða mismvægið. Það yrði þá væntanlega lagt á móti þessum skattafslætti.

Stjórnarskráin heimilar ekki mismunun og eftir henni verður að fara. Annars brestur á ófriður, en það er það sem Sigmundur lifir fyrir og þá bara færa hann ófrið.

Þá er spurning hvort þetta sé stefna Framsóknar eða prívat stefna Sigmundar?

Það er eðlilegt að jafna að einhverju leiti aðstöðumun  þéttbýlisbúa og dreifbýlisbúa. Það er gert að einhverju leiti með jöfnunarstyrk til nemenda. Svo er eitthvað sem heitir jöfnunarsjóður sveitarfélaga. En það þarf þá að jafna í báðar áttir. Dreifbýlisbúar hafa ýmis lífsgæði sem aðrir hafa ekki.

Svo sem hreinna loft auðveldari aðgang að náttúrunni, kyrrð og margt margt fleira. Réttast væri að Sigmundur byrjaði á því að stofna til útreikninga á leiðréttingarstuðli sem notaður væri í þessu sambandi og væri þá allt tekið með sem að ofan greinir og fleira til, telji menn það nauðsynlegt.

Atkvæðamisvægið mundi væntanlega telja mest í þessum leiðréttingar útreikningum á meðan það er ekki jafnað.

Til gamans má geta um það þegar dreifbýlissveitarfélag ætlaði að fara mismuna borgurunum vegna rjúpnaveiða og fóru að skattleggja rjúpnaveiðar í þjóðlendum. Um það hefur nú fallið þýðingarmikill úrskurður þar sem sú skattlaggning var úrskurðuð ólögleg.

En Sigmundur verður að basla eitthvað enn áfram svo hann nái kjöri og þá er gripið til þess ótuktarlega bragðs að etja borgurunum saman.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.10.2016 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband