Börn mæðra sem hamla umgengni

Mér þykir vanta inn í barnahóp Páls þau börn sem mæður beita andlegu ofbeldi. Það eru þau börn sem vísvitandi er haldið frá feðrum sínum með alls kyns afsökunum og kerfið stendur máttlaust. Þær komast upp með slíkt ofbeldi, þjóð og þing situr hjá.

Barnsmóðir sonar míns flytur vestur á land þó svo að viku umgengnissamningur er í gangi, Hún flytur með börnin á afskekktan stað og það tekur föður þeirra 18 klst. að ná og skila börnum sínum. Noti hann flug, á Gjögur, kostar það 79.000 krónur og það sér hver heilvita maður að slíkt gengur ekki upp. Sýslumaður fyrir vestan fer í heimsókn annan til þriðja hvern mánuð og því getur hver maður sagt sér hve hratt barnamálin ganga fyrir sig. Tæknin er ekki nýtt þrátt fyrir fjarlægðina. Hér er eitthvað sem má laga og það hratt.

Börn eiga rétt á samvistum við báða foreldra rétt eins og þau eiga rétt á að lifa við mannsæmandi aðstæður. Lagabálkur varðandi börn sem lenda í þessum aðstæðum hefur ekki verið skoðaður í áratugi.

Andlegt ofbeldi af hendi mæðra í skilnaðarmálum eru mun algengari en við gerum okkur grein fyrir og alltof mörg börn líða fyrir gjörðir móður sem miðar að því að hefna sín á föður barnanna.

Hvet Pál Val til að láta málið til sín taka komist hann á þing að nýju. Björt framtíð reyndi á síðasta ári en varð ekkert ágengt. Ganga þarf fram með mikilli ákveðni í þessum málaflokki. Breyta þarf öllu kerfinu, verklagi barnaverndarnefnda og sýslumanna sem eru þröskuldar í mörgum málum þegar mæður flytjast bæjarfélaga á milli, því samvinna er engin og hvert embætti tekur við og málið nánast á byrjunarreit. Þetta á ekki að vera hægt þegar börn og heill barna er annars vegar. Kona sem á við vandamál að stríða vegna vímugjafa getur flust bæjarfélaga á milli og tafið mál í mörg ár. Ofbeldið gagnvart börnum heldur því áfram og kerfið...máttlaust.

 


mbl.is Ríkisstjórnin hefur fallið á þessu prófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband