Konur svari þessu og kjósa aðra flokka

Eina svarið við slöku gengi kvenna í prófkjöri Sjálfstæðismanna er að sniðganga flokkinn í þessum kosningum. Hins vegar verða þingkonur flokksins og aðrar konur að skoða hvað veldur að kvenþjóðinni sé í raun hafnað í Sjálfstæðisflokknum. Hafa þingkonur flokksins staðið sig vel, persónulega finnst mér það ekki. Mættu flokksbundnar konur í prófkjörið til að kjósa, hvert er hlutfall kosningaþátttöku kynjanna. Ekki það að kjósa konu bara til að kjósa konu kann ekki góðri lukku að stýra.


mbl.is Mikilvægt að ESB gangi vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú liggur það fyrir að konur kusu ekki konur. Svo kusu líklega fleiri karlar í þessu prófkjöri. Að leggja til að sjálfstæðiskonur kjósi aðra flokka er algjört rugl og þær munu ekki gera það. Svo á auðvitað að virða niðurstöurnar.

Örn Johnson´43 (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 12:22

2 identicon

Hjartanlega sammála að virða eigi niðurstöðurnar. En að kjósa annan flokk er í góðu lagi og sýna það að menn eru ekki á eitt sáttir með niðurstöuna, sýnist mönnum svo. Það er enginn flokkur svo heilagur að ekki megi bregða út af venjunni. Til að ákveðnir einstaklingar fái brautargengi þá þarf að mæta á kjörstað í prófkjörum, það er nokkuð ljóst.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 14:57

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég held að svarið við lélegri útkomu kvenna í prófkjörum sé að leita hjá konum sjálfum. Hjá þeim sem setið hafa á þingi fyrir flokka sína og eins hjá þeim sem kusu í prófkjörunum. Ég minni á að það er ekki bara hjá Sjálfstæðismönnum sem konum gekk illa, Ólína Þorvarðardóttir hjá Samfylkingunni, einn ötulasti þingmaður þeirra féll af lista í NV-kjördæmi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.9.2016 kl. 16:36

4 identicon

Jú, rétt. Auðvitað þurfa konur að skoða hvað það er sem þær gera eða gera ekki sem fellur kjósendum vel/illa. Svo illa að þær fá ekki kjörgengi í alþingiskosningunum. Vil síður en svo kenna karlmönnunum um.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband