Mikilvægt-enginn veit sína ævi fyrr en öll er

Það er mjög mikilvægt að feður taki fæðingarorlof jafnt á við mæður. Svokölluð geðtengsl eru sögð myndast á fyrstu árum og því mikilvægt að feður séu til staðar í upphafi og í reynd alla tíð.

Reynslan hefur kennt mér að mæður nota þetta líka ef til forsjárdeilna kemur og benda á að faðir var ekki til staðar...o.s.frv. Nú gef mér ekki að svo sé með alla en kemur fyrir.

Og talandi um forsjármál þá hefur kerfið allt niðrum sig í þeim efnum. Því miður hef ég kynnst því að eign raun með tvö barnabörn sem haldið er frá föður sínum. Móðir tekur sig upp flytur á afskekktan stað og segir svo að börnin vilji ekki tala við hann eða hitta. Samt voru þessi börn vistuð af Barnavernd Reykjavíkur í rúmt hálft ár hjá föður vegna vímugjafanotkunar móður og síðan voru blessuð börnin aðlöguð að heimili móðurinnar aftur.

Það er von mín að kerfið hysji upp um sig, komi börnum til verndar í málefnum þar sem foreldrar ná ekki saman. Þau líða hvernig sem á það er litið og ekkert barn vill vera án foreldra sinna, það er tilbúningur af hálfu hins fullorðna.


mbl.is „Á barnið virkilega ekki mömmu?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef ég gæti vitað hvenær ævi mín er öll þá væri það mjög gott. Þá væri hægt að plana Lífið til hins síðasta dags og ekki þarf að hafa ahyggjur af því hvort ég hafi ofaní mig og á þegar ég verð aldraður eða kanski ekki aldraður, því ekki kemur lífeyriskerfið til með að gera það, nema að ég sé á spena ríkis og bæjar.

Fæðingarorlof er náttúrulega alveg út úr kú, það er alveg nóg af bómullarbörnum í heiminum án fæðingarorlfs.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.8.2016 kl. 23:11

2 identicon

Sæl Helga. 

Ættir að kynna þér betur staðreyndir málsins.  Á hún kannski að draga upp nálgunarbannið sem hún fékk á hann og veifa því á opinberum vettvangi  Ætti hún að ræða kærurnar sem núna eru í gangi á hann?  Þar sem hann lamdi hana fyrr á árinu.  Hann var síðast í gær að sniglast í garðinum hennar og það eru fjölmörg vitni að því hvernig hann lét og fjöldinn allur af lögregluskýrslum.  Held þú ættir að hætta að ofsækja móður barnanna og fagna því að henni gangi svo vel í lífinu í staðinn fyrir að eitra í kringum hana.  Varst það ekki þú sem ráðlagðir henni að flytja undan honum? 

Hugsaðu hvað börnunum á eftir að finnast um að amma amma þeirra sé að haga sér svona.  

Guðrún Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 02:25

3 identicon

Ágæta Guðrún.

Er bara þó nokkuð inn í málinu. Þú mannst kannski líka að þegar nálgunarbannið var í gangi bjuggu þau saman um nokkurra mánaða hríð, eins skrýtið og það kann að hljóma. Og svo mætti lengi telja. Dómur um heimilisofbeldi á hendur fyrrverandi sambýliskonu sonar míns. Já þau eru snúin þessi mál.

Það að halda börnum frá föður sínum er allt annað en eiga í stríði við sinn fyrrverandi eða marga fyrrverandi. Skynsamt fólk heldur börnum utan við fullorðinsmálin, um það snýst þetta allt Guðrún Vilhjálmsdóttir. Hver manneskja ætti að elska börn sín það mikið að þú dragir þau ekki inn í deildur við annan fullorðinn einstakling og hvað þá að nota þau sem hegningartól.

Njóttu dagsins.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 11:36

4 identicon

Ég veit ekki betur en að börnin séu hjá honum núna.  Þú ert kennari.  Hvað finnst skólastjóranum um að þú sért að leggja konuna í einelti svona?  Þetta er ekkert annað. 

Guðrún Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 12:40

5 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Ágæta Guðrún.

Er þetta málefnanleg umræða Guðrún Vilhjálmsdóttir? Elti ekki ólar við umræðu eins og þessa.

Allt sem ég segi á sér stoð í raunveruleikanum. Ég óska fólki, öllu fólki, alls hins besta hvort sem það vill nota fíkniefni, áfengi, ávaxtasafa, geðlyf, fjallagrös eða hvað annað, látið börnin ekki gjalda fyrir það sem þú tekur þér fyrir hendur.

Að nota börn í illdeilum við sinn fyrrverandi sambýling er aldrei góður kostur og ekkert barn ætti að lifa við það, margir myndu kalla það andlegt ofbeldi. Og það sorglega við málaflokkinn er að kerfið er of máttlaust gegn svona hegðun fullorðinna.

Hafðu það sem best.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 28.8.2016 kl. 13:15

6 identicon

Er einelti málefnalegt?  Þó þú sykurhúðir þessa orðræðu þína þá sést alveg að tilgangurinn er að meiða.  Hugsaðu um börnin en ekki þína eigin reiði. 

Guðrún Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 13:18

7 identicon

Ágæta Guðrún.

Ég er ekki reið, langt í frá og tilgangur skrifa minna er ekki að meiða einn né neinn. Hins vegar er sannleikurinn oft sárastur og það meiðir sjálfsagt.

Við þurfum að vekja samfélagið upp af Þyrnirósarsvefni gegn þeim ráðum mæðra sem flytjast á brott til þess eins að koma í veg fyrir umgengni við feður barnanna, jafnvel þegar úrskurður liggur fyrir. Stjórnvaldsbrot held ég að það sé kallað. Margir feður syrgja lifandi börn síns eins og hefur komið fram í fréttum og það er skelfileg staðreynd.

Mér er umhugað um að börn fái að njóta uppeldis og samveru föðurs og móður, ekki bara í þessu máli heldur og öllum. Kerfið á að sjá til þess að það gerist sjái fullorðna fólki ekki sóma sinn í að hafa það í lagi. Fólk leiðist oft af leið og þá á kerfið að virka þannig að það grípi inn í til tryggja börnin.

Enn og aftur ég óska öllum góðs í lifinu, burtséð frá fíkniefnanotkun, áfengisnotkun eða notkun annarra vímugjafna, börn eiga ekki að vera fórnarlömb ákvarðana sem fullorðinir einstaklingar taka.

Hafðu það áfram sem best.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 13:52

8 identicon

Sjáðu.  Nú skal ég útskýra fyrir þér aðeins.  Það er krakki í skólanum.  Krakkinn er feitur.  Einhverjum dettur í hug að skrifa á netið að krakkinn sé feitur og smyrja aðeins ofan á kílóafjöldann til að meiða aðeins meir.  Feiti krakkinn fer að gráta og kvartar.  Sá sem skrifaði þetta ljóta er tekinn í gegn og skammaðir 

Það var samt satt að krakkinn væri feitur.  Afhverju fékk hann ekki klapp á bakið fyrir að láta alla vita? 

Guðrún Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 14:18

9 identicon

Ágæta Guðrún.

Þú heggur alltaf í sama knérunn. Eins og ég hef sagt hefur ekkert komið fram sem ekki stenst raunveruleikann um það mál sem þú vitnar til.

Vandi við hömlun umgengis hefur verið viðloðandi í alltof mörg ár og of fáir látið sig málið varða, á kostnað barna. Við þurfum í sameiningu að koma í veg fyrir að börn verði bitbein foreldra þeirra og þau notuð sem vopn eða refsingu. Kerfið þarf að breytast og taka meira tillit til barnanna.

Kveðja.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 14:39

10 identicon

Ágæta Guðrún Vilhjálmsdóttir.

Heimildarmaður þinn fer með rangt mál og það er miður. Samkvæmt því sem lögreglan í Reykjavík segir eru hvort kærur eða rannsóknir á hendur manninnum sem þú ýjar að hafi gerst brotlegur. Sé málið sem þú vitnar í hins vegar það sem gerðist eftir að konan hellti úr vatnsbrúsa sínum á manninn þá undruðust starfsmenn hve hlakkaði í konunni við þetta atvik og það er skráð. Svo útvegaðu þér betri heimildarmann sem fer með rétt mál.

Nálgunarbannið eins og ég hef áður sagt var gefið út af lögreglu og suttu eftir að konan fékk það bauð hún manninum að búa hjá sér. Hér mætti svo sannarlega segja að ,,úlfur" ,,úlfur" dæmið sé í gangi. Held að öllum sem þekkja til svona mála þykir það afar skrýtið.

Hefði faðirinn ekki gengið á eftir því að fá börnin þegar þau komu til Reykjavíkur frá Vesturlandi s.l. föstudag, þá hefði hann ekki fengið þau. Hann fór að heimilinu til að kanna hvort börnin væru með (það sem þú kallar að sníglast í garðinum). Móðirin átti að mæta í fyrirtöku hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og þess vegna voru þau í bænum. Móðirin hafði ekki hugsað sér að leyfa börnunum að hitta föður sinn. Það er synd að konur hugsi þannig og enn komum við aftur að ægivaldi kvenna þegar málin eru komin í þennan farveg og börnin nýtt sem refsing.

Mig langar líka að benda þér á að fjölmargar skýrslur eru á konuna vegna ónæðis og hótanna en þær hafa ekki farið lengra, það er nefnilega stór munur á kæru sem fagmenn rannsaka og síðan dómi þar sem sannast refsivert atvik. Og ég hvet þig enn og aftur til að kanna heimildarmann þinn. Það er blaðagrein sem segir frá hífsstugu, það er til dómur vegna heimilisofbeldis og síðan er mál í Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur konunni.

Ekki það, öll svona hegðun er börnum ekki til góðs og foreldrar ættu ekki að blanda börnum inn í mál fullorðinna.

Kveðja, Helga Dögg 

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband