Þarf meira en svo

Að fara á milli grunn- og framhaldsskóla er ekki nóg, það hefur sýnt sig. Er ekki tímabært að verkalýðsfélögin óski eftir að koma áfanga inn í skólakerfið þar sem réttindi og skyldur starfsmanna eru teknar fyrir. Nemendum þykir afar klént að hlusta á verkalýðsforkólf í eina kennslustund eða svo, þylja eitthvað upp. Það þarf meira en svo til að koma því inn hjá ungu fólki í hverju þetta felst. Farið í samvinnu við framhaldsskólana, búið til áfanga sem verður metinn og er skylduáfangi, hafið verkefni þar sem unga fólkið hefur áþreifanlega dæmi og þarf að spreyta sig.

Við tölum um þá sem beittir eru órétti af hendi vinnuveitenda. Eigendur Labowski Bar sýndu heldur betur klærnar þegar farið var fram á rétt laun. Því miður hafa ekki fleiri stigið fram sem þoldu brottrekstur en nokkrir hafa sagt frá máli sínu eftir að þeir hættu. Það er vel. Því meiri upplýsingar sem við fáum um staðina því betra.

Verkalýðsfélögin vantar verkfæri til að fara inn í fyrirtæki áður en kennitöluflakkið hefst. Hin háa Alþingi Íslendinga verður að koma með það útspil til að ná í rassinn á skussunum. 


mbl.is Ábyrgðin liggur hjá vinnuveitanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg dæmigert hjá þessum verkalýðsforkólfum að sitja inni í sinu "glerhýsi" og þeir hreinlega sjá ekki hvar og hvernig þörfin er og enn síður að þeir sjái hvernig á að uppfylla hana.  Ég veit af eigin reynslu að það er eins og að standa upp og detta, að fá utanaðkomandi fyrirlesara.  Nemendur lýta á það sem hálfgert "frí" og það er bara lítill hópur sem eitthvað hlustar á fyrirlesarann og enn færri sem muna nokkuð sem hann sagði.  Það þarf eins og þú sagði að koma þessu inn í námsefnið og vera með raunveruleg verkefni.....

Jóhann Elíasson, 14.8.2014 kl. 15:31

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei,það er rétt sem þú segir að þetta er ekki nóg. Og ég hef ekki mikla trú á að það sé nægjanlegt koma þessu inn í námsefnið Jóhann. Það sem ég tel þurfa er eftirlit með atvinnurekendum. Ég benti á vinnumálastofnun í fyrri athugasemd. Ástæðan fyrir því er að ef kallað er eftir launaseðlum fyrir ákveðið tímabil frá atvinnurekandanum hjá ÖLLUM starfsmönnum ( svo ekki sé hægt að rekja til ákveðins starfsmanns) þá er betra að óháður aðili geri það en ekki stéttarfélagið. Mörg fyrirtæki eru að yfirborga einstaka starfsmenn og þeir vilja ekki láta þær upplýsingar til stéttafélagsins svo þær fari ekki til þrjiðja aðila og gætu jafnvel verið notað í næstu kjarasamningum. Ef vinnumálastofnun fengi þetta eftirlitshlutverk með lögum er miklu hægara fyrir starfsmanninn að kæra beint til hennar og njóta nafnleyndar. Stofnunin myndi þá hafa samband við fyrirtækið og kalla eftir öllum launaseðlum fyrirtækisins og eins vinnusamningum. Þarf þetta að vera nokkuð flókið?

Jósef Smári Ásmundsson, 14.8.2014 kl. 15:59

3 identicon

Auðvitað skiptir engu hver aðilinn er, bara að hlutirnir komist í lag. Það er engum bannað að greiða umfram kjarasamning og ég efast að það verði notað gegn fyrirtækjum þó stéttarfélögin sjá um málaflokkinn. Gagnkvæmur trúnaður verður að ríkja á milli aðila eigi þetta að takast.

Þessi fyrirtæki greiða jafnaðarkaup undir kjarasamningi eftir því sem best er vitað, held að þau skipti hundruðum, þurfum bara að fá upplýsingar um málið.

Samkvæmt ábendingum í skilaboðum, athugasemdum og fréttum núna síðastliðna daga eru komnir á svarta listann:

Listinn er birtur með þeim fyrirvara að einhver þessara fyrirtækja gætu verið búin að taka til í sínum launamálum.

-Lebowski Bar

-Subway

-Geysir Bistro

-Wilsons Pizza

-Hressingarskálinn

-Ísbíllinn

-Ferskar Kjötvörur

-Hamborgarabúllan

Vitið þið um fleiri? Ábendingar má senda í skilaboðum, athugasemdum eða á tölvupósti virdum.kjarasamninga@gmail.com

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2014 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband