Hef ekki samúð með Subway...en gerið athugasemd fyrr!

Talsmanni Subway finnst synd að fyrirtækið sé dregið inn í umræðuna með þeim stöðum sem stunda kennitöluflakk. Almenningur veit ekki um það, hvað þá starfsmenn staðanna.

Umræðan er um þá staði sem borga jafnaðarlaun sem eru undir kjarasamningi Eflingar eða sambærilegra stéttarfélaga. Það hefur Subway gert og virðist gera enn. Að einhver lendi milli skips og bryggju er ykkar mál og eigið að passa slíkt, rétt eins og starfsmaðurinn. Auðvitað brýtur fyrirtækið á starfsmönnum sínum með of lágum launagreiðslum. Það er ekkert athugavert við að borga umfram kjarasamning og flest fyrirtæki ættu að gera það að mínu mati.

Ég gagnrýni stúlkuna fyrir að gera ekki athugsemd fyrr. Vinna á staðnum í þrjú ár án þess að gera nokkuð er langur tími.  Vekjum athygli á þessu, höldum umræðunni áfram, nafngreinum staðina sem verða uppvísir af jafnaðarlaunagreiðslum sem eru undir kjarasamningi. Fræðum unga fólkið okkar, vekjum athygli þeirra á skyldum og réttindum launþega. 

Starfsmenn Eflingar mega vissulega taka sig á hvað varðar jafnaðarlaun. Held að markmið kjarasamninga sé að koma þeim alveg út úr vinnustaðasamningi, það væri öllum fyrir bestu. Fyrirtækin virðast rugla saman jafnaðarkaupi byggða á kjarasamningi og jafnaðarkaupi undir kjarasamningi. Til að koma í veg fyrir svona rugling þarf að taka hugtakið jafnaðarlaun út. Vinnustaðasamningur er hins vegar betra. 


mbl.is Deilt um framferði Subway
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dóttir mín fékk uppgjör frá Labowski Bar vegna 17.júní sem er stórhátíðardagur. Það munaði rúmum 900 kr. á tímann hvað hún fékk og því sem hún átti rétt á. Það er ekki lítið ef ungmenni vinnur 8-12 tíma á stóhátíðardegi t.d. 17.júní. Svo halda vinnuveitendur fram að þeir græði ekki á jafnaðarlaunum undir kjarasamningsbundnum launum.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2014 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband