Er það óeðlilegt?

Ég er ekki sammála formanni Samfylkingarinnar um að slæmt sé að velja fólk í starfshópinn um afnám verðtryggingarinnar vegna skoðana sinna. Það hlýtur að vera kostur að einstaklingur hafi rök og áhuga fyrir afnámi verðtryggingar. Hópurinn skoðar leiðir og kemur með tillögur, sem væntanlega eru framkvæmanlegar. Að hafa ,,andstæðing" í hópnum er ábyggilega snúnara, en kannski nauðsynlegt. Ríkisstjórnin hefur lofað afnámi verðtryggingar og því leita þeir allra leiða til þess. Sérfræðingarnir í hópnum hljóta að koma með rök með og á móti, ætti að vera í þeirra verkahring. 
mbl.is Sérvaldir vegna skoðana sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Árni Páll mætti velja í svona nefnd, þá myndi hann eingöngu velja fólk sem er pro-verðtrygging, eins og Gylfi Arnbjörnsson ASÍ forseti og hagsmunaaðila fjármálafyrirtækja. Það var gert 2008 rétt eftir hrun, nefnd var skipuð hagsmunaaðilum fjármálafyrirtækja með Gylfa í forsvari, þessi nefnd átti að koma með tillögu að frystingu vísitölunnar á meðan hrunið gengi yfir. Auðvitað varð niðurstaðan þessi: Ekkert mátti breyta í verðtryggingu eða grunni vísitölunnar, ekkert mátti gera fyrir venjuleg heiðarleg skuldug heimili, það átti borga háar vaxtabætur, aðallega til þeirra sem voru hvort eða er hættir að borga vegna þess að þeir höfðu engan hag af því að borga af þessum fáránlegu lánum.

Margret S (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 21:36

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hlýtur að vera kostur að einstaklingur hafi rök og áhuga fyrir afnámi verðtryggingar.

Sem gerir það þeim mun athyglisverðara að Hagsmunasamtökum heimilanna var ekki boðin þáttaka.

Samt hafa þau nú þegar skrifað og fengið lagt fram á Alþingi frumvarp um afnám verðtryggingar = sérfræðingar.

Leiðir til að leiðrétta lánin hafa líka verið kortlagðar af samtökunum, einkum þær þeirra sem eru skynsamlegar = sérfræðingar.

Niðurstaða: sérfræðingarhópur án þáttöku helstu sérfræðinga landsins í viðfangsefninu, er einfalega illa skipaður.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2013 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband