Fyrir neðan allar hellur

Aumt er það. Græðgin í hávegum höfð. Matseðill einfaldaður, hefði átt að leiða til lægra verðs. Gestir ættu að taka sig saman og sniðganga veitingahús sem gera þetta. Samt borin von að fjöldinn geri það. Skiptir ábyggilega litu máli fyrir einstakling, 500 króna hækkun á mann, þegar tugum þúsunda er eytt í svona ferðalag.
mbl.is Hærra verðlag yfir þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lastu ekki frèttina vinan. Þeir sem einhverja þekkingu hafa af þjóðhátið vita að launakostnaður hækkar verulega þessa helgi, jafnvel erfitt að fa folk til að vinna. Hækkunin er skiljanleg. En jú folk sem ekkert vit hefur á málinu verður að gaspra og dæma. Tala með afturendanum.

Baldur (IP-tala skráð) 3.8.2013 kl. 17:47

2 identicon

Kurteisi kostar ekki peninga Baldur.

Menn geta haft ýmsar ástæður og lagt á borð margskonar skýringar við hækkuðu verði. Sala eykst töluvert ef fjölga þarf mannskap, held að það sé rökrétt. Það bannar mér ekki að hafa ofanritaða skoðun á málinu þó þú teljir skýringuna góða og gilda. Gott að einhverjir sýni áhuga að mæta í eynna og selja svöngum gestum eitthvað að eta. Svo er það neytandans að velja og hafna.

Kveðja, Helga Dögg

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2013 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband