Konur/mæður eru mæðrum og dætrum verstar!

Ása Hlín Benediktsdóttir skrifar

Ég er alin upp af einstæðum föður. Einkadóttir einstæðs föður skipar mér mögulega í einhvern minnsta hóp samfélagsins.

Ég get sagt ykkur það frá fyrstu hendi að það hallar mjög á einstæða feður í samfélaginu og börnin þeirra fá líka að gjalda fyrir „syndir“ feðranna. Það er síður tekið tillit til einstæðra feðra á foreldrafundum, þeir þora síður að hafa sig í frammi og eru oft hálf vandræðalegir og afsakandi.

Þeir tala oft ekki hið pólitískt réttsýna, mjúka tungumál nógu vel, segja hlutina of beint út og baka sér þannig óvild. Þeir ala oft dætur sínar upp eins og stráka „stattu í lappirnar“, „bíttu frá þér“, „ekki vera aumingi eða grenjuskjóða“. Þetta er ágætis uppeldi en þegar til kastanna kemur á samfélagið, sér í lagi kvenlægt samfélag skólakerfisins, erfitt með að samþykkja baldnar, kjaftforar, „illa uppaldar“ stelpur. Einstæðu feðurnir eiga svo oft erfitt með að standa upp fyrir þeim innan kerfis hvar þeir tala ekki tungumálið og eru hreinlega utanveltu.

Þegar komist hefur verið í gegn um þá hindrunarbraut sem skólakerfið er einstæðum feðrum tekur annað við.

Við pabbi höfum orðið fyrir útskúfun á ferðalögum, þar sem fólk heldur að ég sé ýmist gullgrafari eða hóra.

Skítableyju hefur verið hent ofan af svölum á hóteli á Spáni þegar pabbi var að labba heim með mér og vinkonu minni um miðnætti þegar ég var svona 17 ára. Bleyjunni fylgdi orðsendingin „you fucking pervert“. Íslendingarnir eru síst skárri en hinir túristarnir.

Það þykir ekki eðlilegt að við pabbi förum og gerum margt saman sem þætti alveg eðlilegt ef við værum mæðgur. Við fáum gjarnan illt auga á veitingahúsum, sér í lagi frá konum. Hann veigrar sér við að fara með mér á ýmsa viðburði, segist ekki nenna, ég skuli bara bjóða einhverjum öðrum.

Ég er 36 ára og hann 65, þessu lýkur líklega aldrei. Svona er bara samfélagsviðhorfið.

Ég veit að þetta er ekki merkilegt vandamál í stóra samhenginu og mögulega er demantsskórinn minn bara of þröngur en mér finnst allt í lagi að fólk viti hverju einstæðir feður og afkvæmi þeirra standa frammi fyrir og þegja yfir þegar hæst er gólað um jafnrétti.

Pabbi hefur aldrei þorað að faðma mig á almannafæri. Þegar ég var barn voru foreldrar varir um að leyfa dætrum sínum að gista eða bara leika heima hjá mér, ég var sjaldan tekin með neitt vegna þess að foreldrar (mæður) vildu ekki að dætur sínar færu neitt með okkur. Ég tek það alltaf fram að pabbi sé pabbi minn á hótelum og veitingastöðum ef við erum bara tvö, smeygi því að svo við verðum ekki fyrir aðkasti.

Konur eru verstar hvað þetta varðar, líklega mun mér alltaf standa ákveðinn stuggur af mæðrum og móðurhlutverkinu vegna þessa. Það er ekki til grimmari skepna á jarðríki en móðir með barn sem telur sig standa frammi fyrir hættu. Verst að vera þessi ímyndaða hætta.

Pistillinn birtist á snáldursíðu Ásu og Kvennablaðið fékk leyfi til að deila honum.

Takk Ása Hlín fyrir að segja þína sögu. Sorglegt í alla staði að samfélagið skuli verða á komin á þann stað að feður mega ekki sýna dætrum sínum umhyggju og gefa þeim faðmlag.


Stjórnmálamenn út úr barnaverndarnefndum

Gott að fræða eigi komandi fræðinga. Verra er ef sveitarfélög halda stjórnmálamönnum, misvitrum, inni í barnaverndarnefndum. Þar á að sitja þverskurður fagsfólks sem kemur að málefnum barna. Barnaverndarnefnd á ekki að vera bitlingur fyrir stjórnmálin. Mér er óskiljanlegt af hverju þessu er ekki breytt.


mbl.is Efla rannsóknir á sviði barnaverndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband