15.5.2020 | 22:37
Gagnrýna Stundina, ekki að ósekju.
Stjórnarkonur í félagi um foreldrajafnrétti gagnrýna Stundina
Stjórnarkonur í Félagi um foreldrajafnrétti birtu í gær yfrlýsingu á Facebook-síðu félagsins, þar sem gerðar eru athugasemdir við umfjöllun Stundarinnar um foreldraútilokun.
Stjórnarkonurnar segja Stundina horfa fram hjá rannsóknum undangenginna áratuga og hafna því að hugtakið foreldraútilokun sé byggt á vafasömum kenningum feðrahreyfinga og ofbeldismanna.
Í yfirlýsingunni segir kynjahlutföll þeirra sem leita til félagsins hafi verið jöfn á síðasta ári og að erfitt sé fyrir konur sem sæta útilokun frá börnum sínum að koma fram vegna viðhorfa samfélagsins. Ummæli sem ítrekað hafi birst í umfjöllun Stundarinnar geri lítið úr börnum og mæðrum sem missa tengsl í kjölfar skilnaðar.
Bent er á að foreldraútilokun bitni ekki aðeins á foreldrum heldur einnig börnum sem verða fyrir slíku ofbeldi, systkinum þeirra og öðrum ástvinum.
Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér:
Við stjórnarkonur í Félagi um foreldrajafnrétti gerum alvarlegar athugasemdir við umfjöllun Stundarinnar síðustu misseri um það ofbeldi sem felst í foreldraútilokun og hundruð barna og foreldra verða fyrir á Íslandi á ári hverju. Það er mat okkar að umfjöllun Stundarinnar um málefnið hafi verið afar hlutdræg og skaðað viðleitni félagsins að fræða um þessa tegund ofbeldis. Miðillinn hefur auk þess í umfjöllun sinni horft framhjá þúsundum erlendra rannsókna um foreldraútilokun sem gerðar hafa verið á síðustu áratugum.
Á síðasta ári leituðu jafn margar konur og karlar til Félags um foreldrajafnrétti vegna tálmana og tengslarofs við börn sín. Mjög erfitt getur verið fyrir konur að koma fram vegna viðhorfa samfélagsins til mæðra sem ekki eru með börn sín.
Í viðtölum Stundarinnar eru ítrekað birt ummæli þar sem barátta gegn foreldraútilokun er sögð byggja á vafasömum kenningum feðrahreyfinga og ofbeldismanna sem vilji viðhalda ofbeldi gegn börnum og barnsmæðrum. Slík endurtekin umræða endurspeglar fordóma og fáfræði og gerir ekki einungis lítið úr þeim börnum sem lenda í foreldraútilokun, heldur smánar þær mæður sem verða fyrir því að ósekju að missa tengsl við börn sín í kjölfar skilnaðar.
Fjöldi einstaklinga um allan heim þjáist vegna foreldraútilokunar. Þar með talin eru börn, systkini, mæður, feður, ömmur, afar, frændur og frænkur.
Við ítrekum boð til ritstjórnar Stundarinnar um fræðslu og bendum auk þess á fræðslumyndbönd á YouTube um foreldraútilokun.
Fyrir hönd stjórnar Félags um foreldrajafnrétti,
Ester Magnúsdóttir
Ingveldur Eyjalín Stefánsdóttir
Júlíana Kjartansdóttir
Sigríður Guðlaugsdóttir
Unnur Þorsteinsdóttir
15.5.2020 | 18:31
Flugfreyjur ættu ekki að vera kyntákn innan um karlana
Allt karlar í viðskiptum. Koma flugfélagi á koppinn. Ég vona svo sannarlega að flugfreyjur verði ekki sýningargripir. Vona svo sannarlega að þær verði ekki kyntákn fyrir flugfélagið eins og var með WOW. Tímabært að konur berji í borðið og segi nei takk, svona komum við ekki fram við okkur sjálfar. Nei takk við slíkri sýndarmennsku. Konur virðast sækja í þessi störf, margra hluta vegna, og er ímyndin ábyggilega ein af þeim.
![]() |
Play er að fara í loftið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2020 | 10:36
Hljómar vel...náðu saman!
Margir kjarasamningar eru í grunninn úreltir sökum aldurs og breytinga í samfélaginu, ekki bara okkar heldur alþjóðasamfélaginu. Fram kemur að: ,,Gerðar voru verulegar breytingar á samningnum sem tryggja aukið vinnuframlag flugmanna og gefa félaginu aukinn sveigjanleika til þróunar á leiðakerfi Icelandair."
Marga kjarasamninga þarf að endurskoða en samningspólitíkin hér á landi gefur viðsemjendum sjaldan svigrún til breytinga. Ávallt er samið þegar kjarasamningur er runninn út. Hugsum til hjúkrunarfræðinga, framhaldsskólakennara, lögreglunnar og grunnskólakennara. Allt stéttir með lausan eða mjög skamman samning. Kjarasamningur grunnskólakennara losnaði 1. júlí 2019 og viðræður í gangi. Ekki útséð hvort samningur liggur fyrir þegar skólastarfi lýkur um miðjan júní.
![]() |
Atkvæðagreiðslu lýkur fyrir hluthafafund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |